Nýir Toyotabílar þjónaðir í þrjú ár

Þjónustutímabil nýrra Toyta- og Lexusbifreiða lengist úr tveimur árum í …
Þjónustutímabil nýrra Toyta- og Lexusbifreiða lengist úr tveimur árum í þrjú. Kristinn Magnússon

Frá og með 1. janúar 2021 fylgir þriggja ára þjónusta öllum nýjum Toyota- og Lexusbílum hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota á Íslandi.

Undanfarin ár hefur tveggja ára þjónusta fylgt nýjum Toyota- og Lexusbílum og nú bætist eitt ár við. Með því að lengja þessa meðfylgjandi þjónustu í þrjú ár vill Toyota á Íslandi enn frekar tryggja áhyggjulausan akstur hjá viðskiptavinum sínum og stuðla að góðu endursöluverði Toyota- og Lexusbíla.

Með þriggja ára þjónustu fylgir smurþjónusta eftir 7.500 km, 22.500 km og 37.500 km akstur og þjónustuskoðanir eftir 15.000 km, 30.000 km og 45.000 km akstur.  Toyota og Lexus bílum fylgir því fyrrgreind smur- & viðhaldsþjónusta fyrstu  45.000 km eða þrjú ár eftir því sem fyrr kemur.

Með Toyota Proace fylgir smurþjónusta eftir 10.000 km, 30.000 km og 50.000 km og þjónustuskoðanir eftir 20.000 km, 40.000 km og 60.000 km akstur. Toyota Proace bílum fylgir því fyrrgreind smur- & viðhaldsþjónusta fyrstu 60.000 km eða þrjú ár eftir því sem fyrr kemur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Toyota.

Þjónustan er veitt hjá öllum viðurkenndum  þjónustuaðilum Toyota á Íslandi sem finna má í Reykjanesbæ, Garðabæ, Kópavogi, Reykjavík, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri , Húsavík, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum og Selfossi.

mbl.is