Stór tímamót í sölu rafbíla

Bifreiðar Teslu hafa notið vinsælda.
Bifreiðar Teslu hafa notið vinsælda. AFP

Noregur er nú fyrsta land heimsins þar sem rafbílar telja yfir helming allra seldra bifreiða. Þetta kemur fram í tölum samgönguráðs þar í landi, sem birtar voru fyrr í dag og sýna sölutölur fyrir árið sem var að líða. 

Þar segir enn fremur að 54,3% af öllum seldum bifreiðum hafi verið knúnar með rafmagni sem er umtalsverð aukning frá fyrra ári. Árið 2019 voru seldar rafbifreiðar um 42,4% af markaði nýrra bíla. 

Rafbílar hafa verið að ryðja sér til rúms um heim allan undanfarin ár. Þróunin hefur verið mishröð en víða er hún langt komin og áhuginn mikill. Til marks um það má skoða gengi hlutabréfa rafbílaframleiðandans Tesla, sem hækkuðu um 700% á árinu 2020. 

mbl.is