Boða bann við brunavélum

Bílar við bílasölu Honda í Tókýó.
Bílar við bílasölu Honda í Tókýó. AFP

Tókýó hefur slegist í hóp stórborga um heim allan sem boða bann við bílum með hefðbundnum brunavélum.

Frá og með 2035 verða allir bílar kúnir bensín- eða dísilvélum útlægir af götum japanska höfuðstaðarins.

Er þetta liður í áætlun um stækkun borgarinnar, svonefndri „grænni vakstarstefnu“.

Borgaryfirvöld í Tókýó hafa einnig ákveðið að beita sér fyrir því að geymar rafbíla verði helmingi billegri en nú er eftir áratug. Sömuleiðis verður byggt upp nýtt og víðtækt dreifikerfi fyrir áfyllingu vetnisbíla.

Japan er í fimmta sæti yfir þjóðir þar sem losun gróðurhúsalofts er hvað mest.

mbl.is