Hægt skal ekið

Bílar á ferð í Brussel.
Bílar á ferð í Brussel. AFP

Frá og með nýliðnum áramótum er hámarks ökuhraði í Brussel allri aðeins 30 km/klst.

Það hámark gildir einnig á stofngötum sem fyrst og fremst eru brúkaðar eru til gegnumaksturs um borgina.

Tilgangurinn með því að hægja á bílum á ferð í borginni er að auka umferðaröryggi og draga úr hávaða frá bílaumferð.  Fjölgað hefur verið hraðamyndavélum í Brussel.

Brot á reglum varða sektum, og reyndar gott betur, því brjóti menn umferðarreglurnar ítrekað eiga þeir á hættu að verða sviptir bæði bíl og ökuréttindum.

mbl.is