Hægt að borga með gamla bílnum

Hægt er að gera kostakaup og velja úr miklu magni …
Hægt er að gera kostakaup og velja úr miklu magni nýlegra bíla í Krókhálsinum þessa dagana.

Nú standa yfir tilboðsdagar hjá Bílabúð Benna Notuðum bílum, þar sem fólki er boðið upp á marga möguleika til að létta sér kaupin á nýlegum, öruggum bíl, einsog fram kemur í frétt frá fyrirtækinu.

Þar stendur meðal annars til boða að yngja upp bílakost sinn með því að leggja gamla bílinn upp í sem innborgun og ganga að því sem vísu að verðgildi gamla bílsins, við uppítöku, sé að minnsta kosti metið á 600.000 kr.  

 „Þetta er gott tækifæri til að eignast nýrri, umhverfisvænni og eyðslugrennri bíl,“ segir Atli Már Agnarsson hjá Bílabúð Benna Notuðum bílum, í tilkynningu.

„Við erum líka að koma til móts við fólk sem situr kannski uppi með eldri bíla sem, að öllu jöfnu, eru þungir í sölu. Nú er hægt að gera verðmæti úr þeim og velja úr miklu úrvali  af öruggum, nýlegum bílum af öllum gerðum, á planinu okkar hér í Krókhálsinum. Þá mun kaupendum líka standa til boða þægilegir fjármögnunarkostir,“ bætir Atli Már við.  

Tilboðsdagarnir standa yfir hjá Bílabúð Benna, á bílaplani Notaðra bíla, Krókhálsi 9 og Bílabúð Benna, Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ.  

Hægt er að skoða alla bílana og staðsetningu sölustaða á benni.is 

mbl.is