Defender hástökkvari BL í janúar

Land Rover Defender.
Land Rover Defender. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í nýliðnum janúar voru 666 fólks- og sendibílar nýskráðir í landinu saman borið við 838 í sama mánuði 2020. Af heildarfjölda nýskráðra voru 154 af tegundum BL og var markaðshlutdeild fyrirtækisins rúm 23 prósent í mánuðinum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá BL en þar segir að Nissan, Hyundai, Land Rover, Renault og BMW hafi verið með alls 126 nýskráningar. Af þeim voru 56 umhverfismildar, 45 rafbílar, flestir frá Nissan eða 21, og 26 tengiltvinnbílar, flestir frá BMW, eða 17.

Af einstökum merkjum BL var Land Rover hins vegar hástökkvari mánaðarins með 80% fleiri nýskráningar heldur en á sama tíma fyrir ári. „Þar ráða úrslitum góðar viðtökur kaupenda á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði við nýjum Defender og komst bíllinn m.a. á topp tíu lista mánaðarins yfir söluhæstu gerðirnar á markaðnum í janúar, segir í tilkynningunni.

Í janúar voru 57 litlir og meðalstórir sendibílar nýskráðir til einyrkja og fyrirtækja og voru 23 frá BL eða 26,7%, aðallega Renault og Nissan. Í flokki meðalstórra sendibíla á markaðnum var Renault Trafic söluhæstur. Nýskráningar lítilla og meðalstórra sendibíla voru tæpum 16% færri í nýliðnum mánuði en á sama tíma 2020, að sögn BL.

mbl.is

Bloggað um fréttina