Kynna útivist og Toyota-jeppa af öllum stærðum og gerðum

Allt jeppasamfélagið hlakkar til, segir Andri Úlfarsson.
Allt jeppasamfélagið hlakkar til, segir Andri Úlfarsson. mbl.is/Árni Sæberg

„Við finnum að eitthvað mikið liggur í loftinu og sömuleiðis að allt jeppasamfélagið hlakkar til þessarar árlegu sýningar okkar,“ segir Andri Úlfarsson, framkvæmdastjóri sölusviða hjá Toyota Kauptúni í Garðabæ.

„Þetta er eins og fjölskylduboð. Við sjáum sömu andlitin ár eftir ár því hingað koma þeir sem vilja fylgjast með því sem nýjast er í jeppum hjá Toyota og kynna sér vel breytta bíla sem ýmist eru notaðir í fjallasport eða í sérhæfðum verkefnum hjá fyrirtækjum og stofnunum sem þurfa trausta og sterkbyggða jeppa.“

Jeppasýning Toyota verður í Kauptúni í Garðabæ í dag, laugardag, frá kl. 12 til 16. Þar má sjá Toyota-jeppa af öllum stærðum og gerðum. Má nefna jeppana Land Cruiser og Hilux, sem nú eru komnir með nýjar vélar sem gera þá enn öflugri. Þá er tiltekinn Toyota Highlander Hybrid sem var kynntur í byrjun árs og Plug-in Hybrid-útgáfa af sportjeppanum RAV4 með allt að 70 km drægni á rafmagni einu saman.

Margvíslegar útivistarvörur eru einnig kynntar á sýningu Toyota sem er jafnan fjölsótt, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: