Prófar sjálfekna flutningabíla á hraðbraut

Scania hefur fengið heimildir til þróunaraksturs sjálfekinna flutningabíla í hraðbrautarumferð …
Scania hefur fengið heimildir til þróunaraksturs sjálfekinna flutningabíla í hraðbrautarumferð í Svíþjóð. Ljósmynd/Wikipedia.org

Vörubílaframleiðandinn Scania hefur fengið heimildir til þróunaraksturs sjálfekinna flutningabíla í hraðbrautarumferð í Svíþjóð. Fer aksturinn fram á E4-hraðbrautinni milli Södertälje og JönKöping.

Bílarnir verða í flutningum milli borganna tveggja í umsjá tilraunastofnunar Scania. Um borð verður alls kyns búnaður, m.a. til þróunarverkefnisins.

Í því verður beitt tækni til aksturs samkvæmt fjórða og fimmta stigi sjálfaksturs sem þýðir að í öryggisskyni situr ökumaður um borð og fylgist með að tilraunin gangi eðlilega fyrir sig.

Einnig verður um borð verkfræðingur sem fylgist með og gengur úr skugga um að gögn sem send eru til bílsins frá skynjurum er gera sjálfaksturinn kleifan.

Síðar á árinu verður akstursleiðin aukin og stækkuð alla leið frá Södertälje til Helsingjaborgar.

Scania hefur sinnt þróunarakstri og prófað sjálfekna flutningabíla í Ástralíu frá og með 2017. Bæði í Bandaríkjunum og Kína hafa flutningabílar verið prófaðir samkvæmt kröfum 4. stigs sjálfaksturs á þjóðvegum, en Scania mun vera fyrsti bílaframleiðandinn til að gera það á hraðbrautum í Evrópu með viðeigandi sjálfakstursbúnaði og með arðfarm um borð.

mbl.is