Þróa nýja tegund rafhlöðu

Í rannsóknarstofu QuantumScape.
Í rannsóknarstofu QuantumScape.

Volkswagen (VW) leggur mikið upp úr þróun og smíði rafgeyma um þessar mundir, en fyrirtækið hefur verið þekkt fyrir að gera allt sjálft í eigin smiðjum.

Til að styrkja sig  í þessu hefur VW nú keypt sig inn í fyrirtækið QuantumScape í Kaliforníu í Bandaríkjunum um þróun rafgeyma. Þau höfðu átt  í nánu samtarfi um nokkurra ára skeið.  Fjárfesti VW fyrir 100 milljónir dollara í QuantumScape.

Árangurinn lofar það góðu að VW ákvað að setja fé í kaliforníska fyrirtækið. Hermt er að þau hafi verið að þróa alveg nýja orkugjafa úr föstu formi. Ávinningurinn er sagður meðal annars vera orkuþéttni og styttri hleðslutími.

mbl.is