Peugeot afmælishátíð hjá Brimborg

Fjórhjóladrifinn Peugeot 4008 tengiltvinnbíll á bílasýningunni í Sjanghæ í Kína …
Fjórhjóladrifinn Peugeot 4008 tengiltvinnbíll á bílasýningunni í Sjanghæ í Kína í nýliðnum apríl. AFP

Peugeot fólks- og sendibílar hafa aldrei notið jafn mikilla vinsælda á Íslandi hvorki fyrr né síðar.

„Markaðshlutdeild aldrei verið hærri og er það einstaklega ánægjulegt fyrir starfsmenn Brimborgar að upplifa það á 5 ára afmælisári Peugeot hjá Brimborg,“ að því er segir í tilkynningu.

Brimborg tók við umboðinu árið 2016 og nú styttist í að tvöþúsundasti  Peugeotinn verði afhentur. Það sem af er ári er Peugeot í hópi þriggja mest seldu bílanna til einstaklinga á Íslandi.

Í tilefni 5 ára afmælis Peugeot hjá Brimborg og metsölu Peugeot á Íslandi býður Brimborg í samvinnu við Peugeot í Frakklandi einstakt afmælistilboð á öllum gerðum Peugeot bíla á afmælishátíðinni til 30. júní.  Að auki, vegna einstaklega góðrar endursölu notaðra Peugeot bíla, býður Brimborg hærra uppítökuverð á notuðum Peugeot upp í nýja Peugeot.

mbl.is