Renault Zoe rústaði drægismetin

Ökumenn og aðstandendur metaksturs Renault Zoe fagna árangrinum í Thruxton.
Ökumenn og aðstandendur metaksturs Renault Zoe fagna árangrinum í Thruxton.

Sveit manna á vegum líknarfélagsins Mission Motorsports í Bretlandi hefur sett nýtt heimsmet í langdrægi rafbíla en þeir lögðu að baki 475 mílur eða 760 kílómetra á einni hleðslu rafgeymis rafbílsins Renault Zoe.

Mission Motorsports er líknarfélag innan breska landhersins og tóku nokkrir uppgjafahermenn aksturinn að sér. Til reiðarinnar höfðu þeir óbreyttan staðalbíl Renault Zoe.

Jafngildir árangur þeirra meðaltalsakstri up á 14,6 km á hverja kílóvattstund sem er vel yfir gamla drægismetinu sem var 12,6 km á kWst, sett í Frakklandi árið 2018.

Nýja metið var sett í Thruxton sem er hraðasta kappakstursbraut Bretlands. Sá kostur brautarinnar gagnaðist lítt því bílnum var ekið á 19 mílna eða 30 kílómetra meðalhraða á klukkustund til að ferðin bitnaði sem minnst á dræginu.

Af hálfu Mission Motorsport segir að óbreytt útgáfa Zoe-götubíls hafi verið fengin að láni hjá bílasölusamsteypu til akstursins. Undir hann voru reyndar sett viðnámslítil dekk til að bæta drægi hans. Þau voru frá fyrirtækinu Enso sem fæst við að þróa og framleiða „sjálfbær dekk sem bitni kostnaðarlega hvorki á ökumanninum né umhverfinu“, eins og þar segir.

Annar Zoe var með í för og ók samtímis nákvæmlega sömu leið en undir honum voru staðaldekk bílsins. Fyllingin dugði honum 424 mílur, eða sem svarar 678 kílómetrum.

„Thruxton var augljóslega rétti kosturinn til þessarar mettilraunar. En þrátt fyrir hraðaeiginleika hennar er lykillinn að því að draga 760 kílómetra að finna hagstæðasta ökuhraðann og aka mjúklega og jafnt alla leið,“ sagði James Cameron, forstjóri Mission Motorsport. „Með tilstyrk Enso-rafbíladekkja þóttumst við vissir um að geta slegið metið. En hinn mikla mun sem reyndist á skilvirkni þeirra og vegalengd gátum við aldrei séð fyrir,“ bætti hann við. agas@mbl.is

Renault Zoe á ferð í Thruxton brautinni á leið til …
Renault Zoe á ferð í Thruxton brautinni á leið til ótrúlegs drægis.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »