715 milljarðar í viðhald

Flestir bílar þurfa einhvers viðhalds við ár hvert.
Flestir bílar þurfa einhvers viðhalds við ár hvert.

Nýir útreikningar leiða í ljós að breskir bíleigendur verja að meðaltali 32.000 krónum til viðhalds bíla sinna á ári svo þeir séu götufærir.

Sé það yfirfært á allan fólksbílaflota landsins er um 4,2 milljarða punda reikning að ræða, eða sem nemur 715 milljörðum króna á ári.

Meðal þess sem fellur þarna undir er viðhald ýmiss konar, þjónustugjöld, bifreiðaskoðanir og viðgerðir.

Að sögn samanburðarvefsetursins MoneySuperMarket borga ökumenn í austurhluta bresku Miðlandanna mest fyrir bílaviðhald eða 211 pund á ári. Í öðru sæti eru bíleigendur í Austur-Anglíu með 207 pund og í þriðja sæti eru ökumenn í Norðaustur-Englandi sem verja að meðaltali 207 pundum til viðhalds árlega. Minnst borga bíleigendur í London fyrir viðhald eða 148 pund á ári.

Í ljós kom að næstum annar hver bíleigandi, eða 47%, hefur það ekki að reglu að láta athuga með götufærni bíla sinna. Lætur duga að fara á verkstæði einungis þegar bilun verður.

Fæstir geta sjálfir sinnt viðhaldi bíla sinna óhræddir eða aðeins 11%. Aðeins 45% töldu sig geta sinnt einföldu viðhaldi og 20% töldu sig þurfa aðstoð við öll verk. Bíleigendur á Suðvestur-Englandi og Wales eru líklegastir til að þurfa á aðstoð að halda.

Aldur hefur sín áhrif þegar bílaviðhald er annars vegar og reynist sjálfstraust þá yfirleitt meira meðal þeirra eldri. Alls 37% ökumanna 65 ára og eldri í Bretlandi láta það til dæmis ekki flækjast fyrir sér að skipta um dekk undir bílnum. Í aldurshópnum 25-34 ára treysta aðeins 24% sér mjög vel til þess. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: