Passat kveður Bandaríkin

VW Passat. Bandaríkjamenn kaupa fremur jeppa en stallbaka.
VW Passat. Bandaríkjamenn kaupa fremur jeppa en stallbaka. mbl.is/Ómar Óskarsson

Framleiðslu og sölu Volkswagen Passat verður hætt í Bandaríkjunum á næsta ári.

Af færiböndum bílsmiðju Volkswagen í Chattanooga hafa rúllað rúmlega 700.000 Passat og rúmlega 1,7 milljónir bíla seldar þaðan.  

Þegar árið 2018 sagðist Ford hafa gefist upp á framleiðslu stallbaka fyrir Bandaríkjamarkað.  Munu það vera jeppar af öllum stærðum (SUV) sem þessu valda.

mbl.is

Bloggað um fréttina