Kynna Aiways rafjeppling í dag

Nýr Aiways.
Nýr Aiways. Ljósmynd/Vatt

Nýr Aiways U5 verður forsýndur í Vatt og Suzuki í Skeifunni 17 á laugardaginn 6. nóvember, opið frá kl.12-16. Allir hjartanlega velkomnir, léttar veitingar í boði.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Suzuki.

Aiways U5 er 100% rafknúinn lúxus jepplingur sem er hlaðinn tæknibúnaði. Öllum Plus og Premium útfærslum fylgir straumlínulagaður snertiskjár í háskerpu, úrval hágæðabúnaðar í staðalgerð og mikið fóta- og höfuðrými. Akstursdrægnin er 410 km á fullri hleðslu (400 km á Premium útfærslunni) og allan sá öryggisbúnaður sem hugsast getur. Öruggisbúnaður í Aiways er staðalbúnaður, frá grunni er þessi rúmgóði lúxusjeppi hlaðinn öryggisbúnaði. Ekki þarf að greiða aukalega fyrir mikilvægan öryggisbúnað eins og þann sem varar ökumann við hættu í blinda svæðinu eða öðrum óvæntum kringumstæðum eða 360° myndavél sem veitir fullkomna yfirsýn yfir næsta umhverfi bílsins, svo fátt eitt sé nefnt.

Nýr Aiways.
Nýr Aiways. Ljósmynd/Vatt

Premium útfærslunni fylgir stór sóllúga, leðurinnrétting, glæsileg og þægileg leðursæti með góðum stuðningi og stillingum.

Rafstýrt ökumannssætið er með sex stillingum. Farþegasæti að framan er einnig rafstýrt og með fjórum stillingum. Ökumannssætið er einnig með rafstýrðum mjóbaksstuðningi. Bólstraðar miðjuarmhvílur eru fyrir fram- og aftursæti og aftursætisbökin er hægt að leggja niður í hlutföllunum 60:40 sem kemur sér vel þegar flytja þarf mikið magn farangurs. Gólfið í farangursrýminu er flatt og rúmar 1.555 lítra af farangri. Með Isofix festingu fyrir barnabílstól er enn öruggara að ferðast með börnum í aftursætunum.

Nokkrir litir eru í boði þá bæði að utan og- innanverðu á innréttingum.

Verð frá 5.190.000.-

mbl.is