Toyota kynnir byltingarkenndan rafbíl

Ný Toyota bZ4X er framúrstefnuleg, svo ekki sé fastar að …
Ný Toyota bZ4X er framúrstefnuleg, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Ljósmynd/Toyota

Toyota frumsýndi fyrir skömmu hinn glænýja og byltingarkennda Toyota bZ4X, fyrsta bílnum sem Toyota hannar frá grunni sem rafbíl.

bZ4X er einnig fyrsti bíllinn í nýrri vörulínu Toyota, bZ sem stendur fyrir „beyond Zero“, en þar er vísað til þess að Toyota mun þróa bíla sem skila frá sér 90% minna og koltvísýringi árið 2050 en þeir gerðu 2010, hvort sem litið er til framleiðslu eða notkunar.

Þessi geysivinsæli japanski bílaframleiðandi stimplar sig rækilega inn á rafbílamarkaðinn …
Þessi geysivinsæli japanski bílaframleiðandi stimplar sig rækilega inn á rafbílamarkaðinn með bZ4X. Ljósmynd/Toyota

bZ4X er fjórhjóladrifinn bíll í millistærð sem mun þjóna bæði sem fjölskyldu- og borgarbíll en einnig sem ferðabíll við krefjandi aðstæður. Í bZ4X nýtist 25 ára reynsla Toyota við þróun rafhlaðna í Hybridbíla. Áætlað er að eftir 10 ára keyrslu eða 240 þúsund kílómetra notkun hafi rafhlaðan 90% af upprunalegri afkastagetu.

Rafhlaðan er 71,4 kWh og áætlað er að keyra megi 450 km á hleðslunni sem þó verður mismunandi eftir útfærslu, ytri aðstæðum og aksturslagi.
Gert er ráð fyrir notkun bílsins í köldu loftslagi á þess að það dragi verulega úr drægi. 80% hleðslu verður náð á 30 mínútum með 150kW hraðhleðslu.

Sala á bZ4X hefst á næsta ári.

mbl.is