Gullaldar-Mustang fær 540 rafmögnuð hestöfl

Rafmagnaði Mustanginn ætti að höfða til sterkefnaðra bílasafnara. Bandarísk portbílahönnun …
Rafmagnaði Mustanginn ætti að höfða til sterkefnaðra bílasafnara. Bandarísk portbílahönnun reis hátt árið 1967. Ljósmynd/ Charge Cars

Breski bílasmiðurinn Charge Cars hyggst smíða 499 rafvæddar útgáfur af gömlum Ford Mustang-sportbílum og af myndum að dæma ætti ökutækið að sameina alla bestu kosti rafmagnsbíla og gamalla bandarískra kagga.

Notast verður við yfirbyggingu Mustang frá árinu 1967 en í stað þess að hafa risavaxna bensínvél undir húddinu verður bíllinn knúinn áfram af 540 hestafla rafmagns-aflrás sem beinir orku í öll fjögur hjólin. Segir Charge Cars að hleðslan eigi að duga í hér um bil 320 km akstur og aflið í rafmótornum á að nægja til að komast úr 0 í 100 km/klst á 3,9 sekúndum eða þar um bil.

Að utan er bíllinn eins klassískur og hugsast getur, en búið er að uppfæra innréttinguna svo hún er í senn Mustang-leg en líka nútímavædd og stílhrein.

Rafvæddi forn-Mustanginn verður ekki ódýr en byrjað er að taka við pöntunum á heimasíðu Charge og kostar eintakið frá 350.000 pundum, jafnvirði um það bil 60,5 milljóna króna. ai@mbl.is

Bílar nú til dags eiga ekkert í þennan baksvip.
Bílar nú til dags eiga ekkert í þennan baksvip. Charge
Farþegarýmið fær nútímalega andlitslyftingu.
Farþegarýmið fær nútímalega andlitslyftingu. Charge
Skjáir og öll sú tækni sem þarf eru á sínum …
Skjáir og öll sú tækni sem þarf eru á sínum stað.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: