Fyrsti rafbílinn í skutútfærslu

Glænýr MG5 station wagon.
Glænýr MG5 station wagon.

BL frumsýnir á morgun, 21.maí, rafbílinn MG5 Station Wagon. Þetta er fyrsti rafbíllinn á íslenskum markaði í skutútfærslu, að því er segir í tilkynningu frá umboðinu.

Áhugasamir geta skoðað bílinn milli klukkan 12-16 á morgun í sýningarsal umboðsins við Sævarhöfða.

Bílinn er útbúinn 61,1 kílóvattarafhlöðu sem skilar allt að 380-400 kílómetra drægni eftir búnaðarútfærslum. Bíllinn er 156 hestöfl og er rúmar 8 sekúndur að ná 100 kílómetra hraða úr kyrrstöðu.

Bíllinn verður fáanlegur í tveimur útfærslum, Comfort eða Luxury. 

mbl.is