Veita 30% afslátt á nóttunni

„Ef við ímyndum okkur einbýlishúsahverfi þar sem einn og jafnvel …
„Ef við ímyndum okkur einbýlishúsahverfi þar sem einn og jafnvel tveir rafbílar væru á hverju heimili, þá væri viðbótarorkuþörfin á við það að heilu hverfi væri bætt við dreifikerfið,“ útskýrir Símon Einarsson. mbl.is/Árni Sæberg

Í byrj­un þess­ar­ar viku hóf orku­sal­inn og ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækið Straumlind að bjóða veru­leg­an af­slátt af raf­magni á nótt­unni. Er þetta gert til að koma bet­ur til móts við eig­end­ur raf­bíla og um leið dreifa bet­ur álagi á orku­innviði.

Sím­on Ein­ars­son er fram­kvæmda­stjóri Straumlind­ar en fyr­ir­tækið hóf rekst­ur fyr­ir tveim­ur árum og hef­ur þegar fengið til sín mik­inn fjölda not­enda, m.a. í krafti þess að bjóða allt að 37% ódýr­ara raf­magn en sum­ir keppi­naut­ar.

Ekki all­ar dreifi­veit­ur snjall­vædd­ar

Sím­on seg­ir að til að byrja með muni aðeins viðskipta­vin­ir Straumlind­ar á dreif­i­s­væði HS veitna geta nýtt sér næt­ur­til­boðið. „Aðrar dreifi­veit­ur eru að vinna í því að upp­færa kerfi sín svo að nýta megi til fulln­ustu eig­in­leika snjall­mæla,“ seg­ir hann um for­send­ur þess að geta mælt raf­magns­notk­un á ólík­um tím­um sól­ar­hrings­ins.

Flest­ar nýj­ar heima­hleðslu­stöðvar eru bún­ar hug­búnaði sem get­ur stýrt hleðslu­s­tíma af ná­kvæmni og er auðvelt að tímastilla hleðsluna í gegn­um stjórn­kerfi bíls­ins eða í gegn­um snjallsíma­for­rit sem tal­ar við hleðslu­stöðina. Þá eru mörg heim­ili búin snjöll­um raf­magns­mæli sem á í sam­skipt­um við bæði hleðslu­stöð heim­il­is­ins og spennistöð dreifi­veit­unn­ar. Þurfa þessi kerfi öll að tala sam­an til að orku­sal­inn geti boðið af­slátt af raf­magni utan álags­tíma. „HS veit­ur eru þegar komn­ar með þann búnað sem þarf og ég veit að inn­leiðing­in er langt kom­in hjá Orku­búi Vest­fjarða. Hinar orku­veiturn­ar eru sömu­leiðis að vinna að snjall­væðingu kerf­is­ins þegar fram í sæk­ir,“ seg­ir Sím­on og bæt­ir við að af þeim sem þegar eru í viðskipt­um við Straumlind séu um þúsund heim­ili á svæði HS veitna og með snjalla hleðslu­stöð, og geti því byrjað strax að nýta næturafslátt­inn.

Önnur heim­ili á dreif­i­s­væði HS veitna þurfa að færa viðskipti sín til Straumlind­ar til að eiga kost á af­slætt­in­um og seg­ir Sím­on ein­falt og fljót­legt að flytja viðskipt­in á heimasíðu Straumlind­ar.

Nem­ur af­slátt­ur­inn 30% á milli 2 og 6 um nótt­ina sem er sá tími sól­ar­hrings­ins þar sem raf­magns­notk­un er í lág­marki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »