Corolla Cross frumsýndur á laugardag

Nýji sportjeppinn Corolla Cross verður frumsýndur á laugardaginn hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota, í Kauptúni í Reykjavík, í Reykjanesbæ, á Selfossi og Akureyri. Hægt verður að koma á laugardaginn og geta gestir skoðað og fengið að reynsluaka bílnum. Sýningarsalir opna á hádegi, kl. 12.

Corolla Cross hentar mjög vel við íslenskar aðstæður og bætist hann nú við úrval sportjeppanna, Yaris Cross, RAV4 og Highlander.

Corolla Cross sameinar kosti sportjeppans við þarfir fjölskyldunnar, en hann hefur gott farangursrými sem hægt er að stækka verulega með því að leggja niður aftursætin. Vélin er 2.0 lítra og 197 hestöfl og hann er snarpur og fer á aðeins 7,5 sekúndum úr kyrrstöðu í 100 km hraða.

Hægt er að fá Corolla Cross í þremur útfærslum, Active, Active + og Luxury.

mbl.is