Askja frumsýnir nýjan GLC

Nýr GLC
Nýr GLC Ljósmynd/Aðsend

Askja frumsýnir nýjan GLC frá Mercedes-Benz á laugardaginn næstkomandi í nýjum sýningarsal Mercedes-Benz á Krókhálsi 11, frá klukkan 12 til 16.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá umboðinu.

GLC er ein vinsælasta gerð Mercedes-Benz bíla frá upphafi. Nýjan gerðin er öflugri og stærri en sú fyrri, með allt að 122 kílómetra drægni á hverri rafmagnshleðslu. Þetta er ein mesta drægni hjá tengiltvinnbíl á markaði í dag.

GLC er aflmikill og sparneytinn sportjeppi, með allt að 2000 kg. dráttargetu og 19 cm. vegfría hæð.

Það má búast við að líf og fjör verði á Krókhálsi á laugardaginn, en auk GLC frumsýningarinnar mun Kia vera með rafbílasýningu í umboðinu.

mbl.is