BL frumsýnir BMW iX M60

BMW iX M60 sameinar afl og snerpu rafbíla og M-sportgerða …
BMW iX M60 sameinar afl og snerpu rafbíla og M-sportgerða framleiðandans.

BL við Sævarhöfða frumsýnir á morgun, laugardaginn 29. apríl milli kl. 12 og 16, fyrsta rafknúna og aldrifna M sportbílinn BMW iX M60. Bíllinn er búinn 111,5 kW rafhlöðu, tveimur rafmótorum sem saman skila allt að 561 km drægni, 619 hestöflum og 1.000 Nm togi og tekur einungis 3,8 sekúndur að aka úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Hægt er að endurhlaða 150 km drægni á rafhlöðuna á aðeins tíu mínútum.

BMW iX M60 er búinn öllum helsta sportbúnaði M-sportgerðanna frá BMW. Þar á meðal eru M Sport hemlar, rafknúnir demparar, tveggja öxla M-loftfjöðrun með sjálfvirkri hæðarstjórnun og jafnvægisstangir sem einungis eru að finna í M-gerðum BMW. Hvort tveggja tryggir m.a. óbreytta, þægilega og örugga aksturseiginleika bílsins áháð hleðslu.

Sjálfvirkt stýri iX M60

Einnig er BMW iX M60 búinn sjálfvirkum stýrisstuðningi sem veitir ökumanni stuðning í samræmi við stýrishorn á framöxli og afturhjólum til að tryggja sem öruggasta stýringu í mismunandi kröppum beygjum eða vegaðstæðum. Sem dæmi má nefna að sé bílnum ekið á hraða undir 60 km/klst. veitir öryggiskerfið aukinn hreyfileika og lipurð við stýringu með því að beygja afturhjólum í allt að 3° í gagnstæða átt við framhjól og minnkar þannig snúningsradíus bílsins sem getur komið sér vel við þröngar aðstæður. Sé bílnum ekið á hraða frá 60 til 80 km/klst beygja afturhjólin í sömu átt og framhjólin til að auka stöðugleika og þægindi í akstri.

iX gerðir BMW eru fáanlegar í þremur útfærslum; xDrive 40 Atelier, xDrive 50 Atelier og xDrive M60.

mbl.is