BYD kynnir Yangwang U8 og U9

U8 er fyrsti framleiðslubíll Yangwang. Hann er sagður vera hreinræktaður …
U8 er fyrsti framleiðslubíll Yangwang. Hann er sagður vera hreinræktaður torfærujeppi með nýorkutækni. Ljósmynd/Aðsend

Bílaframleiðandinn BYD kynnti nýlega til sögunnar lúxusbílamerki sitt Yangwang og um leið kjarnatækni merksins sem er e4 Platform undirvagninn.

Tveir bílar hafa verið kynntir til leiks. Annars vegar hreinræktaður fjórhjóladrifinn nýorkubíll, sem er fjórhjóladrifinn jeppi sem kallast Yangwang U8 og hins vegar 100% rafknúinn ofurbíll, Yangwang U9. Allar væntanlegar gerðir Yangwang verða smíðaðar á e4 Platform, að því er fyrirtækið greinir frá í tilkynningu. 

Þar segir, að e4 Platform sé fyrsti fjöldaframleiddi undirvagninn í Kína með fjögurra mótora sjálfstæðri driftækni. Hönnun hans miði að því að tryggja kaupendum öryggi eins og það gerist mest í þessari gerð ökutækja. Í samanburði við aflrás hefðbundinna eldsneytisbíla geti e4 Platform á grunni fjögurra mótora sjálfstæðu driftækninnar aðlagað afldreifingu með nákvæmum hætti til allra fjögurra hjóla bílsins, að því er félagið greinir frá.

Yangwang U9.
Yangwang U9. Ljósmynd/Aðsend

U8 er fyrsti framleiðslubíll Yangwang-merkisins. Hann er sagður vera hreinræktaður torfærujeppi með nýorkutækni. Hann er hannaður til að takast á við mestu torfæruævintýri. Hann sé yfir fimm metrar á lengd og tveir metrar á breidd og hannaður samkvæmt „Time Gate“ hönnunarforskriftinni sem sé einkennismerki Yangwang.

Yangwang U9 er markaðssettur sem 100% rafknúinn, afkastamikill ofursportbíll. Hann hvílir einnig á e4 Platform undirvagninum. „Ofursportbíllinn státar af hröðun úr kyrrstöðu í 100 km hraða á klst á 2 sekúndum.“

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu BYD á Íslandi. 

Það er Vatt ehf. i Skeifunni 17 sem selur BYD.

 

mbl.is