Frumsýna nýjan Peugeot E-208

Peugeot E-208 er kominn á markað í nýrri mynd.
Peugeot E-208 er kominn á markað í nýrri mynd. Ljósmynd/Brimborg

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 á Bíldshöfða 8 dagana 15. til 24. febrúar. Í tilkynningu frá Brimborg segir að bíllinn sé arfleifð níu kynslóða Peugeot-bíla.

„Yfir milljón eintök hafa verið framleidd og árin 2021 og 2022 var Peugeot 208 mest seldi bíllinn í Evrópu. Þessi árangur er að miklu leyti að þakka velgengni rafbílsins E-208 sem var mest seldi rafbíll í Evrópu í sínum stærðarflokki.“

Nýi bíllinn mun fást í þremur útfærslum með nýjum 115kW/156 hestafla mótor og 51kWh rafhlöðu sem gefur allt að 409 km drægni samkvæmt WLTP mælingu.

mbl.is