Tíu næstum fullkomnar fjölskyldumyndir

Þessi eini sem eyðileggur annars algerlega stórkostlega mynd þar sem ...
Þessi eini sem eyðileggur annars algerlega stórkostlega mynd þar sem næstum öll börnin brosa. En hann er nú samt algert krútt. mamabee.cpm. Ljósmynd/skjáskot

Flest fólk hefur lent í fjölskyldumyndatökum og fjölmargir hafa tekið slíkar myndir. Ef ekki á stofu þar sem allir eiga að vera brosandi, slakir og með frábært hár þá í matarboðum, útilegum, á skíðum eða í útlöndum. Hvort sem þú hefur tekið slíkar myndir eða bara setið fyrir þá veistu sennilega að þetta eru ekki auðveldustu myndatökurnar.

Fjölskyldumyndir eru þess eðlis að þær eiga að sýna bestu hlið fjölskyldunnar, samheldinn, kærleiksríkan og kátan hóp. En stundum heppnast þær ekki sem skyldi. TopMag-vefurinn tók nýlega saman fjölskyldumyndir sem komnar eru til ára sinna frá Bandaríkjunum sem sýna fyndin augnablik eða einfaldlega svolítið skrýtnar fjölskyldur, svo það sé sagt bara eins og það er. 

1. Ömmu og afa vantaði á myndina. Hvað gerir fjölskyldan þá? Bætir ljósmynd af þeim við álímdum á pappaspjald. Málið dautt. Og myndin fullkomin. 

mamabee.cpm.
mamabee.cpm. Ljósmynd/skjáskot


2. Þessi fjölskylda fór í heita pottinn og er bara hress á myndinni. Enginn er skrýtinn á svipinn eða neitt. Fín pottamynd ... nema kannski í kringum pottinn eru mjög margir lifandi humrar. Kannski það standi til að opna hvítt og grilla?

mamabee.com.
mamabee.com. Ljósmynd/skjáskot


3. Fjölskyldur eru mislistrænar. Flestar velja að setjast bara á stól og brosa í fjölskyldumyndatökum en sumar velja að leika lótusblóm með líka svona ljómandi árangri. 

boomsbeat.com.
boomsbeat.com. Ljósmynd/skjáskot

4. Sumum mæðrum finnst eins og þær þurfi alltaf að hugsa um öll smáatriðin og að pabbarnir skauti bara fram hjá þeim. Eins og til dæmis að sumir hafi pissað í buxurnar á fínu fjölskyldumyndinni þar sem allir eru eins klæddir en kannski aðeins mishressir.

mamabee.com.
mamabee.com. Ljósmynd/skjáskot

5. Þessi mynd þarf einfaldlega engra skýringa við. Þeir sem hafa handleikið ungabörn geta bara ímyndað sér hitann á húðinni og lyktina sem fylgir. 

Ljósmynd/skjáskot

6. Þessi mynd er mjög góð ... nema þarna er smá vesen hjá yngstu tveimur. Varla neitt sem skiptir máli. 

mamabee.com.
mamabee.com. Ljósmynd/skjáskot

7. Ástin er magnað afl sem gaman er að reyna að sýna með ljósmynd. En viðfangsefnin eru mismóttækileg. 

lolwot.com.
lolwot.com. Ljósmynd/skjáskot

8. Þessi mynd er næstum fullkomin! Fyrir utan smá gól í yngsta ... og kannski þá staðreynd að mamman náði ekki að gera börnin klár og fara í báða skóna. Smáatriði!

lolwot.com.
lolwot.com. Ljósmynd/skjáskot

9. Eins og í dæminu hér fyrir ofan með lótusblómið eru fjölskyldur misjafnlega listrænar. Þessi er kannski ekki beint listræn en alla vega mjög frumleg, eða hvað? Lifandi Pride-fáni!

mamabee.cpm.
mamabee.cpm. Ljósmynd/skjáskot

10. Ströndin er fullkomið umhverfi fyrir hina fullkomnu fjölskyldumynd sem býður upp á hresst og afslappað fólk á ljósmynd. Kannski einum of. 

mamabee.com.
mamabee.com. Ljósmynd/skjáskotmbl.is