Fyndnar fjölskyldusögur

Ljósmynd/Thinkstock

Readers Digest safnaði nýlega saman nokkrum fyndnum fjölskyldubröndurum frá Bandaríkjunum sem lesendur höfðu sent tímaritinu (einnig vefmiðill). Þar sem okkur á Fjölskyldunni á mbl.is er ekkert mannlegt óviðkomandi svo fremi það tengist fjölskyldum þá látum við nokkra flakka.

Maðurinn í páskahéranum

Í verslunarmiðstöð í ónefndri borg í Bandaríkjunum gat ungur drengur látið mynda sig með stórum lifandi páskahéra. Þegar kom að honum í röðinni neitaði hann að setjast í fang hérans.

„Viltu ekki sitja í fangi hérans?“ spurði móðir hans.

„Nei!“ Hrópaði drengurinn skelfdur. Það er maður í munninum á honum!

Laus störf í Walmart

Ég var búin að vinna að doktorsritgerð minni í verkfræði í fimm ár en syni mínum fannst ég ekki stunda neina almennilega vinnu.

Þegar við ókum fram hjá Walmart tók hann eftir skilti sem sagði að verslunin væri að leita að starfsfólki. Drengurinn stakk því upp á því að ég sækti um.

Ég vonaðist til að hann sæi kannski hlutina frá mínum bæjardyrum þegar ég svaraði kankvís á móti: „Heldur þú að þeir ráði verkfræðinga?“

„Örugglega,“ svaraði sá stutti. „Ég held þeir ráði hvern sem er.“

Sjúklingur – kjúklingur

Sonur minn fimm ára var búinn að vera hjá talmeinafræðingi um hríð af því hann átti í erfiðleikum með segja „s“.  Talmeinafræðingurinn bað hann að segja „sjúklingur“ en minn sagði alltaf „kjúklingur“. Þeir reyndu þetta aftur og aftur.

Þegar talmeinafræðingurinn bað hann að reyna einu sinni enn sagði minn maður: „Getum við prófað önd?“

Þráðlaust net með flottasta nafninu

Ég hef eytt miklu meiri tíma og vangaveltum í að finna sniðugt nafn fyrir fyrsta þráðlausa netið mitt en ég gerði með nafnið á fyrsta barninu mínu.

Stórkostleg framtíðarsýn

Ellefu ára barnabarnið mitt eyddi fallegum laugardagsmorgni í tölvuleik. Skynsama eldri systir hans reyndi að kenna honum lexíu þegar hún sagði: „Einhvern tíma verður þú 30 ára gamall, einhleypur, brjóstumkennanlegur, býrð í kjallaranum hjá mömmu og spilar tölvuleiki alla daga!“

„Vá!“ svaraði hann að bragði. Það væri frábært!

Aldur er afstæður

Þar sem ég lauk símtali við 90 ára gamla móður mína stundi ég og leit á frænda minn 96 ára, ranghvolfdi augunum og sagði: „Hún er svoooo þrjósk!“

Hann hristi höfuðið í mikill samkennd og sagði: „Bíddu bara þar til hún kemst á minn aldur!“

Ekki gera ráð fyrir að þú vitir hvað skammstöfun þýði í samskiptum við ungmenni


Foreldrar eiga til að vera algerir aular í skammstöfunum ungmenna. Gott er að hafa í huga að spyrja alltaf (eða gúggla) og gera aldrei ráð fyrir að maður viti hvað skammstöfun þýði. Hér er hluti sms samskipta mæðgna í óþekktri bandarískri borg.

Dóttir: Ég fékk 9,5 í efnafræði!

Móðir: "WTF!"

Dóttir: Mamma, hvað heldurðu að WTF þýði?

Mamman: Er það ekki "Well That’s Fantastic?"

(WTF er algengt slanguryrði ungmenna og þýðir what the fuck eða bara hver andskotinn á íslensku.)

Vilt þú deila fyndinni fjölskyldusögu með okkur? Endilega sendu okkur línu á netfangið fjolskyldan@mbl.is eða hafði samband með skilaboðum á Facebook-síðu Fjölskyldunnar. 

mbl.is