Eva og Victoria skiptust á uppeldisráðum

Eva Longoria ásamt syni sínum og Victoriu Beckham.
Eva Longoria ásamt syni sínum og Victoriu Beckham. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Leikkonan Eva Longoria er í skýjunum þessa dagana með son sinn Santiago Enrique sem fæddist í júní í sumar. Victoria Beckham er með mörg góð ráð fyrir nýbakaða móðurina. Vinkonurnar hafa ræktað með sér innilegan vinskap og finna sér reglulega tíma til að hittast þó undanfarna mánuði hafi Longoria verið upptekin af nýja barninu.

Það er spennandi að fylgjast með nýbakaðri móðurinni á Instagram. Þrátt fyrir mikið stjörnulíf tengja mæður í margt sem hún fjallar um þar. Það virðist litlu máli skipta hvað þú starfar við, það jafnast ekkert á við það að eignast sitt fyrsta barn.

View this post on Instagram

Hey @chrissyteigen, I think I found the new @johnlegend! Watch out John, he’s got talent! 😂😂😂

A post shared by Eva Longoria Baston (@evalongoria) on Sep 23, 2018 at 9:52am PDT

mbl.is