Einar Áskell aðalnúmerið í nýrri línu

Bækurnar um Einar Áskel hafa notið mikila vinsælda í gegnum tíðina en þær eru eftir sænska barnabókahöfundinn Gunilla Bergström. 

Bækur Bergström um Einar Áskel, sem heitir á frummálinu Alfons Åberg, urðu strax vinsælar en fyrsta bókin kom úr 1972. Á morgun mætir funheit fatalína Einars Áskels í Lindex og er um að ræða fjölbreytta barnafatalínu. Þar er Einar Áskell við leik og störf á hinum ýmsu myndum. Þeir sem elska Einar Áskel ættu ekki að láta þessa línu framhjá sér fara. 

mbl.is