Ragnhildur og Haukur eiga von á tvíburum

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Haukur Ingi Guðnason.
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Haukur Ingi Guðnason. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir aðstoðardagskrárstjóri á RÚV og Haukur Ingi Guðnason sálfræðingur eiga von á tvíburum í mars. Fyrir eiga hjónin tvö börn. 

Parið gekk í hjónaband á Ítalíu í sumar og þegar heim var komið kom í ljós að tveir laumufarþegar voru um borð. 

Fjölskyldan á mbl.is óskar hjónunum hjartanlega til hamingju með þessar gleðifréttir. 

mbl.is