Georg bað pabba sinn um eitt

Georg prins er áhugasamur um þyrlur.
Georg prins er áhugasamur um þyrlur. AFP

Vilhjálmur Bretaprins heimsótti Kýpur með eiginkonu sinni Katrínu hertogaynju í vikunni. Þegar Vilhjálmur sagði hinum fimm ára gamla syni sínum, Georg prins, hvað hann væri að fara gera bað hann bara um einn hlut. 

Hello greinir frá því að Vilhjálmur hefði minnst á son sinn þegar hann ræddi við hermenn á Kýpur sem komast ekki heim um jólin. 

Sagði Vilhjálmur syni sínum að hann væri að fara að hitta flugmenn sem fljúga mög hraðskreiðum flugvélum. Georg fannst ekki mikið til þess koma og bað föður sinn að taka mynd af þyrlu ef hann sæi eina. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þyrluáhugi Georgs kemst í fréttir en í fyrra fór hann í opinbera heimsókn með fjölskyldu sinni til Evrópu og fékk að setjast upp í þyrlu í Hamborg. Átti Georg erfitt með að stjórna gleði sinni í þyrluskoðuninni eins og Telegraph greindi frá síðasta sumar. 

Katrín og Vilhjálmur heimsóttu Kýpur.
Katrín og Vilhjálmur heimsóttu Kýpur. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert