Katrín hertogaynja opnar sig um foreldrahlutverkið

Katrín hertogaynja í heimsókn sinni til Family Action í gær.
Katrín hertogaynja í heimsókn sinni til Family Action í gær. AFP

Katrín hertogaynja segir það erfitt að vera foreldri. Hún opnaði sig um foreldrahlutverkið í ræðu í heimsókn sinni til Family Action í gær. 

„Þetta [að vera foreldri] er svo erfitt. Maður fær mikinn stuðning sem móðir með barnið, sérstaklega stuttu eftir fæðingu, en eftir að börnin verða eins árs hverfur stuðningurinn,“ sagði Katrín í ræðu sinni. Hún bætti við að allir upplifa sömu áskoranirnar. 

Katrín á þrjú börn með eiginmanni sínum Vilhjálmi Bretaprinsi, þau Georg 5 ára, Karlottu 3 ára og Lúðvík 9 mánaða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert