Andrea Röfn tók 9 óléttupróf

Arnór Ingvi Traustason og Andrea Röfn Jónasdóttir eiga von á …
Arnór Ingvi Traustason og Andrea Röfn Jónasdóttir eiga von á barni í dag.

Andrea Röfn Jónasdóttir fyrirsæta á von á barni í dag ásamt unnusta sínum, Arnóri Ingva Traustasyni landsliðsmanni í fótbolta. Hún skrifaði um meðgönguna á bloggsíðu sína á Trendnet en þar kemur fram að hún hafi tekið níu óléttupróf. Spurningarnar sem hún svaraði komu frá fylgjendum hennar á Instagram. 

-Hvar og hvenær komust þið að óléttunni? 

Sama dag og Arnór fór á HM! Líkaminn var búinn að „hinta“ að eitthvað væri í gangi í nokkra daga. Þannig að kvöldið áður en hann hélt til Rússlands tók ég óléttupróf og svo annað um morguninn. Þau voru bæði svo óskýr að við þorðum ekki að taka mark á þeim og kvöddumst því eftir morgunmat á Hilton án þess að vera alveg klár á því hver staðan væri. Ég tók svo annars konar próf sama dag sem var augljóslega jákvætt. Þegar Arnór var lentur í Rússlandi stoppaði ég í vegarkanti á leið í útskrift til að segja honum fréttirnar. Mér fannst þetta samt svo súrrealískt allt saman að næstu vikuna tók ég samtals 9 próf og spurði meira að segja hjúkrunarfræðing á heilsugæslunni hvort það hafi einhvern tímann gerst að 9 óléttupróf væru gölluð. Þið getið ímyndað ykkur glottið sem kom á hana.

-Mun barnið læra íslensku og sænsku? 

Það veltur allt á því hvar við verðum búsett þegar hún byrjar að tala eða í leikskóla. Ef Arnór verður enn þá leikmaður Malmö þá munum við búa hérna áfram og allar líkur á því að hún læri sænsku til viðbótar við íslenskuna.

-Fyrstu 12 vikurnar? 

Það var mikill áhugi um líðan mína í byrjun meðgöngunnar. Viku eftir að við komumst að óléttunni fór ég til Rússlands þar sem HM ævintýrið fór fram, þá var ég komin tæpar 6 vikur. Á öðrum degi úti byrjaði sturluð ógleði sem varði frá morgni til kvölds. Fyrst hélt ég að ég hefði tekið svona svakalega vel á því á æfingu hjá Kristbjörgu en þegar liðið var á kvöldið áttaði ég mig á því að þetta hlyti að vera ótengt þessari annars góðu æfingu. Við tóku vikur þar sem mér var óglatt 24/7 en blessunarlega kastaði ég ekki mikið upp. Að vera stödd í Rússlandi þar sem maturinn var gjörólíkur því sem ég er vön var mjög krefjandi. Ég var oft 2-3 klst. að koma mér af stað á morgnana, var við það að líða út af á Ísland-Nígería og náði alls ekki að njóta eins og mig langaði. En þrátt fyrir þetta lít ég á HM sem eitt það magnaðasta sem ég hef fengið að upplifa enda umkringd yndislegum hópi af gullkonum. Eftir HM fórum við nánast strax heim til Malmö og áfram hélt ógleðin, en ég var þó í mínu umhverfi og gat borðað meira. Á 11.-12. viku fór þetta ástand svo að líða hjá.

-Hvernig sögðuð þið foreldrum ykkar? 

Okkur langaði að segja þeim í persónu og þar sem Arnór var farinn til Rússlands ákváðum við að bíða með að segja þeim þangað til eftir HM. En þegar ógleðin byrjaði var hún það slæm að við gátum ekki staðið í neinu leikriti og sögðum þeim á Facetime þegar ég heimsótti Arnór á hótelið í Volgograd. Allt öðruvísi en við höfðum hugsað okkur en það var ótrúlega gott að vera loksins búin að segja þeim.

-Netverslanir með barnaföt sem senda til Íslands? 

Mín uppáhaldsverslun heima og á netinu er Petit.is. Fyrir utan hana hef ég pantað nokkrum sinnum af Babyshop.com og mæli líka mikið með þeirri netverslun.

-Cravings á meðgöngunni? 

Mjólkurvörur! Alla meðgönguna hef ég verið sjúk í nánast allar mjólkurvörur, morgunkorn með mjólk, jógúrt, skyr, rjóma og ég veit ekki hvað. Það væri aðeins hentugra craving ef ég væri ekki með mjólkuróþol. Annars hef ég líka fengið alls kyns mini cravings í stutt tímabil, aðallega í appelsínur, epli og perur.

-Ertu búin að æfa eitthvað á meðgöngunni? 

Ég æfði lítið sem ekkert á meðgöngunni og var ekkert að stressa mig á því. Áður en ég varð ólétt var ég í sæmilegri æfingarútínu en hef oft verið í miklu meiri rútínu. Við fórum mjög mikið í golf í sumar og haust sem gaf mér ágætishreyfingu og svo labba ég mjög mikið. En fyrir utan það kallaði líkaminn minn hreinlega ekki á hreyfingu og ég hlustaði á hann.

HÉR getur þú lesið færsluna í heild sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert