Barneignir reyndu á Bündchen

Hin fullkomna fjölskylda upplifir einnig áskoranir í lífinu eins og …
Hin fullkomna fjölskylda upplifir einnig áskoranir í lífinu eins og allir aðrir.

Fyrirsætan Gisele Bündchen lítur út fyrir að vera í hinni fullkomnu fjölskyldu en það er fjarri lagi. Hún er gift íþróttakappanum Tom Brady og eiga þau þrú börn. Soninn Benjamin Rein og dótturina Vivian Lake. Fyrir átti Brady soninn Jack.

Daily Mail fjallar um bók Bündchen, Lessons - my path to a meaningful life. Í bókinni ræðir hún um hluti sem henni hafa þótt áskorun í lífinu.

Sem dæmi að vera vinsæl fyrirsæta og að eignast börn. Að eiga eiginmann í einum þekktasta íþróttamanni heimsins hefur einnig reynt á hana.

Hún gefur góð ráð þegar kemur að hjónabandinu þar sem hún segir að barneignir og mikil vinna geti verið áskorun fyrir hjónabandið. En hún hafi fundið leið í kjölfar þess að Brady sendi eitt sinn á hana leiðinlegt bréf, þá hafi hún boðið honum að koma og ræða málin um leið og hann gæti gert það í ást og kærleika. 

Að setja mörk er greinilega áskorun fyrir marga. Jafnvel eina fallegustu fyrirsætu í heimi. Lesendur Barnavefjar Morgunblaðsins eru hvattir til að skoða þessa bók við tækifæri. Það getur verið góð raunveruleikatenging að átta sig á að lífið er líka áskorun fyrir hina frægu og fallegu.mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu