Bestu verðlaunin enn í maganum

Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir eiga von á …
Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir eiga von á barni á næstu dögum. mbl.is/Freyja Gylfa

Píanósnillingurinn Víkingur Heiðar Ólafsson tók á móti verðlaunum á íslensku tónlistarverðlaununum í Hörpu í gær. Þegar Víkingur tók við verðlaunum fyrir plötu sína Johann Sebastian Bach viðurkenndi hann að hann hefði ekki enn fengið að halda á bestu verðlaununum. 

Bestu verðlaunin að hans mati voru nefnilega enn í maga konu hans, Höllu Oddnýjar Magnúsdóttur, sem Víkingur sagði vera gengna 39 vikur. 

Víkingur Heiðar og Halla Oddný, sem hefur meðal annars vakið athygli fyrir menningarumfjöllun á RÚV, gengu í hjónaband sumarið 2016 og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni á næstu dögum. 

Víkingur Heiðar á íslensku tónlistarverðlaununum í gær.
Víkingur Heiðar á íslensku tónlistarverðlaununum í gær. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert