Nuddaði „skítugri“ bleyju í andlit sitt

George Clooney er annálaður hrekkjalómur.
George Clooney er annálaður hrekkjalómur. mbl.is/AFP

George Clooney er ekki bara heimsfrægur leikari og tvíburafaðir, hann er líka algjör hrekkjalómur eins og þekkt er orðið. Í morgunþætti í Bretlandi útskýrði hann betur hvernig hann þóttist borða kúk sonar síns beint úr bleyjunni. 

Clooney á tvíburana Ellu og Alexander sem verða tveggja ára í sumar með eiginkonu sinni Amal Clooney. Daily Mail greinir frá því að Clooney hafi viðurkennt í þættinum að ítölsk vinnukona hefði fengið að finna fyrir stríðni hans. 

Clooney sagðist hafa verið við tökur á sjónvarpsþætti á Ítalíu þegar hann ákvað að ná í nýja bleyju, smyrja Nutella súkkulaðismjöri í hana og henda henni í ruslið. Þegar hann kom heim klukkutíma seinna var ítölsk vinnukona í húsinu sem fjölskyldan dvaldi í. 

„Amal vill vita hvort Alexander kúkaði eða pissaði, kúkaði eða pissaði?“ sagðist Clooney hafa spurt húshjálpina. Hann opnaði svo ruslið og tók upp bleyjuna með súkkulaðismjörinu,  opnaði bleyjuna og því næst nuddaði hann bleyjunni í andlit sitt og bragðaði á súkkulaðismjörinu. „Hún öskraði og hljóp út,“ sagði Clooney um viðbrögð konunnar. 

Amal og George Clooney eiga tvíbura sem verða tveggja ára ...
Amal og George Clooney eiga tvíbura sem verða tveggja ára í sumar. mbl.is/AFP
mbl.is