Gæti ég verið að gera hlutina öðruvísi?

Börn eru fallegar litlar mennskjur með tilfinningar og innri skilning …
Börn eru fallegar litlar mennskjur með tilfinningar og innri skilning sem gaman er að fræðast um.

Það eru ófá skiptin þar sem börn vekja upp viðbrögð hjá foreldrum sínum, sem hinir fullorðnu seinna sjá eftir. Þessi augnablik geta verið gjöf fyrir foreldra ef rétt er farið með þau. Þegar foreldrar gefa sér svigrúm til að bregðst við getur ýmislegt óvænt og áhugavert komið upp. 

Textinn er í anda hugmynda L.R. Knost sem ritstýrir Holistic Parenting Magazine.

Að tengja í staðinn fyrir að bregðast við

Þegar börnin okkar koma af stað viðbrögðum innra með okkur þá er gott að staldra við og spyrja sig, hvað er ég að upplifa hér? Hvað er barnið að reyna að segja? Í þessum aðstæðum er gott að halda áfram að spyrja barnið nánar út í hvernig því líður. Hvað kom þessari atburðarás af stað? Hvað vill barnið fá frá mér sem foreldri? Það er ekki alltaf nauðsynlegt að bregðast strax við. 

Að opna á frekara samtal

Börn eru dugleg að treysta foreldrum sínum fyrir sér. Stundum er eitthvað gert innan fjölskyldunnar sem fer yfir mörk barnsins. Stundum gerist eitthvað í skólanum sem veldur hugarangri. Bara það að hafa rödd á heimilinu, að fá tækifæri til að segja sinn sannleika getur haft mjög heilandi áhrif á börn. Ef barn fær að tala út um hlutina getur það öðlast dýpri frið og skilning. Eins getur það gefið foreldrum tækifæri til að endurskoða hvernig þeir gera hlutina eða gefið foreldrum tækifæri á að leiðrétta barnið í trausti og hlýju.

Að velja að vera fullorðinn

Þegar börnin okkar koma okkur í viðbrögð geta þau verið að vekja innra með okkur djúp æskusár. Foreldrar bregðast stundum við í þannig aðstæðum eins og börn sjálf, í stað þess að bregðast við af þroska. 

Að segja: Ég heyri hvað þú segir, takk fyrir að treysta mér fyrir þessu, getur verið mikið meðal fyrir barnið, sem hefur kannski verið að mana sig upp í að segja eitthvað sem er að fara yfir tilfinningaleg mörk þess. 

Börn eru viðkvæm í eðli sínu og þekkja ekki heiminn eins og við þekkjum hann. Það er hluti af því að vera foreldri að geta sett hluti í samhengi, geta séð hvað liggur á bak við. Stundum er það þreytt lítil manneskja sem er raunverulega að biðja um svigrúm til að fá að endurhlaða orku sína. 

View this post on Instagram

“You know that moment right after your child says or does something that pushes your buttons? That oh-so-brief moment before you say or do something in response? That is the moment you have a choice. . •to react or relate, •to command or communicate, •to belittle or to be an adult. . That moment is a gift of time that can make a lifetime of difference. Use it wisely.” L.R.Knost ————————————————————— Please respect the work of authors, photographers, and artists. You are welcome to share provided you include appropriate credit and do not crop out author’s names from quote memes. Thank you. 🙂 #thegentleparent #peacefulparenting #parenting #children #life #kindness #Jesuslover #humanlover #feminism #socialjustice #equality #globalresponsibility #humanity #peace #sexualassaultsurvivor #cancer #NETcancer #cancerwarrior #books #coffee #quote #LRKnost www.littleheartsbooks.com . Fighting a rare, incurable cancer, but I'm still here!💞 L.R.

A post shared by L.R. Knost (@lrknost) on Mar 14, 2019 at 11:26am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert