Stendur á haus komin 21 viku á leið

Þórunn Antonía mætir í ræktina á meðgöngunni.
Þórunn Antonía mætir í ræktina á meðgöngunni.

Tónlistarkonan Þórunn Antonía er hálfnuð með sína aðra meðgöngu en lætur það ekki stoppa sig þegar kemur að líkamsrækt. Þórunn Antonía sást gera æfingar á haus og renna sér í splitt í World Class í Laugum í morgun og virtist hafa lítið fyrir því. 

Á meðan flestir svitna bara við tilhugsunina að standa á haus og það án þess að vera upp við vegg virðist óléttan ekki hafa truflað jafnvægisskynið mikið hjá Þórunni Antoníu. Þórunn Antonía sýndi frá bumbufitnessinu eins og hún kallaði æfingarnar á Instagram

Þórunn Antonía var í góðu formi áður en hún varð ólétt og búin að vinna að höfuðstöðinni í jógatímum. Fyrir rúmu ári greindi hún frá því í viðtali við Smartland að hún reyndi að fara þrisvar í viku í heitt jóga. Tónlistarkonan stundaði ballett á sínum yngri árum sem hjálpar til þegar kemur að því að renna sér í splitt en hún hefur verið dugleg að halda liðleikanum við með bæði jóga og teygja vel. 

Þórunn Antonía birti myndband af sér standa á haus á ...
Þórunn Antonía birti myndband af sér standa á haus á Instagram. skjáskot/Instagram
Þórunn Antonía er dugleg að teygja eins og má sjá ...
Þórunn Antonía er dugleg að teygja eins og má sjá í Instagram-sögu hennar. skjáskot/Instagram
Þórunn Antonía birti myndband af sér standa á haus á ...
Þórunn Antonía birti myndband af sér standa á haus á Instagram. skjáskot/Instagram
mbl.is