Tók út sykur, hveiti, kaffi og áfengi

Þórunn Antonía sýndi styrkleika sinn og liðleika í Söngvakeppninni.
Þórunn Antonía sýndi styrkleika sinn og liðleika í Söngvakeppninni.

Þórunn Antonía Magnúsdóttir vakti mikla athygli fyrir frumlegt atriði í undakeppni Söngvakeppninnar um síðustu helgi. Þórunn lét sér ekki nægja að syngja og sýndi að hún er í fanta formi.

Í samtali við Smartland segist Þórunn vera orðin háð Hot yoga í Laugum en þangað reynir hún að fara þrisvar sinnum í viku með karókí-vinkonu sinni henni Dóru Júlíu. Að fara í spa eftir tímann segir hún himneskt. „Tvisvar í viku er er ég í hópþjálfun með mínum uppáhalds konum og besta þjálfara landsins henni Gerðu Jónsdóttur. Hún er alveg mögnuð og þetta er alltaf öðruvísi og skemmtilegt. Áherslan lögð á liðleika og hreysti frekar en að einblína á líkamsparta,“ segir Þórunn. 

„Ég reyni að lesa líkamann minn og orkuna mína hverju sinni og fara eftir því. Stundum þarf maður að hvíla sig og það má svo sannarlega. Þetta á ekki að vera kvöl og pína og ég er með króníska verki sem ég er að vinna mig út úr með hreyfingu og mataræði þannig að suma daga er ég slæm og tek það rólega, þannig að stundum þarf ég bara að sleppa æfingu vegna verkja og hlúa að mér og það er allt í lagi. Lífið er ekki keppni.“ 

Skiptir mataræðið máli?

„Mataræðið skiptir mig öllu máli því að ef meltingin er í ólagi þá fer allt til fjandans. Ég hef til dæmis tekið út sykur, hveiti, kaffi og áfengi allan janúarmánuð til þess að koma mér í gott form. Ég borða mjög hollt yfir höfuð heilsunnar vegna, ekki til að grennast, þvert á móti, ég grennist ef ég borða rusl. Ég borða mikið grænmeti, holla fitu og fisk og ef mig langar í nammi þá fæ ég mér möndlusmjör með kókósolíu sem ég set í klakabox og frysti, meinhollar fitubombur.“

Sterk miðja hjálpaði Þórunni þegar hún hékk í stiganum.
Sterk miðja hjálpaði Þórunni þegar hún hékk í stiganum. skjáskot/Instagram

Þórunn fékk tvær af sterkari konum landsins Annie Mist Þórisdóttur og Arnhildi Önnu Árnadóttur til að vera með sér á sviðinu. Þær héldu til að mynda uppi stiga þar sem Þórunn hékk í sitjandi stöðu og söng. Hún segir að níu ára ballettnám sitt hafi komið að góðum notum auk þess sem  sterk miðja hafi verið lykilinn. 

Ballettnámið kom líka að góðu þegar hún tók splitt í stiganum. „Ég er líka mjög dugleg að teygja og suma daga líður mér eins og spítukalli, sérstaklega í kuldanum en þá er einmitt mikilvægt að fara rólega af stað og hita vel upp áður en maður reynir að henda sér í splitt.“

Þórunn Antonía var meðal keppenda á fyrra undanúrslitakvöldinu.
Þórunn Antonía var meðal keppenda á fyrra undanúrslitakvöldinu. Ljósmynd/RÚV

„Mér finnst mikilvægt að konum og körlum líði vel með sjálf sig og finni hreyfingu sem hentar hverjum og einum, það er bannað að stíga á vigtina og dæsa og pína sig í æfingum sem eru leiðinlegar, best er að finna eitthvað sem er skemmtilegt og mann raunverulega langar til að mæta og þá kemur árangurinn,“ segir Þórunn þegar hún er spurð að því hvort henni finnist mikilvægt fyrir konur að vera líkamlega sterkar frekar en að leggja áherslu á það að grennast. 

„En auðvitað ef fólk er í yfirvigt og þarf að grennast heilsunnar vegna þá er það auðvitað eitthvað sem er í lagi að fókusa á en þetta þarf að koma út frá sjálfsást ekki sjálfshatri. Þannig að númer eitt á hreyfing að vera vegna alhliða heilsu, ekki vegna útlitsdýrkunar eða kílóafjölda, líkaminn er heild og hreyfing ætti að láta okkur líða vel.“ 

mbl.is

Kynlífsráð fyrir fólk í langtímasamböndum

Í gær, 21:00 Kynlífssérfræðingurinn segir það fólk ljúga sem segist enn stunda frábært kynlíf eftir margra ára samband.   Meira »

Bestu ráð innanhússhönnuða

Í gær, 18:00 Innanhússhönnuðir fóru yfir á hverju skal byrja og hvað þarf að hafa í huga varðandi ljós, liti og persónulegan stíl.   Meira »

Undirbúðu sumarið með stæl

Í gær, 15:00 Sumarið í ár tengt snyrtivörum, kremum, förðun og fatnaði er spennandi. Hér eru nokkrir hlutir sem nauðsynlegt er að komast yfir fyrir sumarið. Meira »

Chloé Ophelia opnar snyrtibudduna

Í gær, 12:00 Chloé Ophelia er ljósmyndari búsett í Portúgal. Hún býr í litlum bæ í Algarve með eiginmanni sínu Árna Elliott ásamt tveimur sonum þeirra, þeim Högna Hierónymus og Hyrning Harper. Meira »

Allt sem umvefur þig ætti að hafa tilgang

Í gær, 09:00 Karitas Möller er arkitekt hjá Tvíhorf arkitektum. Hún hefur nýverið eignast tvíbura. Karitas ákvað að verða arkitekt eftir að hafa heimsótt húsið hennar Högnu Sigurðardóttur arkitekts á Bakkaflöt. Meira »

Konur eiga bullandi séns

Í gær, 06:00 Hjördís Hugrún Sigurðardóttir og móðir hennar Ólöf Rún Skúladóttir skrifuðu bókina „Tækifærin“ saman. Þær hvetja konur að deila ráðum sem þú myndir gefa þér yngri undir #jáhúnáséns. Meira »

Sex stellingar fyrir sturtuna

í fyrradag Sturtukynlíf getur verið snúið en hér er listi yfir sex stellingar sem hafa reynt vel í sturtunni. Vert er að taka fram að stórar og rúmgóðar sturtur henta betur en litlir sturtuklefar. Meira »

Útlitið segir ekki allt – kafaðu dýpra

í fyrradag Ert þú ein/einn af þeim sem eyðir lunganum úr deginum í ræktinni í að æfa rassvöðvana svo þeir verði eins og Kardashian? Eða bringuvöðvana svo þeir verði eins og á Rocky Balboa? Þú verður að hætta því, í það minnsta fókusera á fleira. Vísindin segja að fleira en útlitið skipti máli þegar kemur að því að vera sjarmerandi. Meira »

Æfingin sem breytti handleggjum Jennifer Garner

í fyrradag Leikkonan Jennifer Garner er komin með upphandleggsvöðva sem minna á ofurmenni. Garner notaði ekki bara lóð heldur er uppáhaldsæfingin hennar framkvæmd með teygju. Meira »

Skáparáð frá fataskápahönnuði stjarnanna

í fyrradag Fataskápur er ekki sama og fataskápur, það veit fataskápahönnuðurinn Lisa Adams. Tyra Banks, Khloé Kardashian og Christina Aguiliera treysta á skápahönnun Adams. Meira »

Ertu að gefast upp á Instagram?

í fyrradag Það eru ekki allir að leita að berum bossum og andarandlitum á samfélagsmiðlum. Hér eru nokkrir áhugaverðir reikningar fyrir þá fróðleiksfúsu á Instagram. Meira »

Allt á útopnu á Bastard Brew&Food

í fyrradag Það var glaumur og gleði í loftinu þegar veitingastaðurinn Bastard Brew&Food var opnaður í sama húsnæði og Vegamót voru áður til húsa. Eins og sést á myndunum var allt á útopnu og mikið stuð. Meira »

Heilluð af axlarpúðum

í fyrradag Ágústa Sveinsdóttir sér um kynningarmál fyrir Geysi ásamt því að vera með ýmis sjálfstæð hönnunar-verkefni á hliðarlínunni. Hún er útskrifuð úr vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands og ræðir hér um uppáhalds flíkurnar sínar. Meira »

Magnesíum núllstillir sykurlöngun og fleira

25.5. „Færð þú oft sykurlöngun þegar það er streitutímabil hjá þér? Magnesíum hjálpar við sendingu taugaboða og slökun vöðva. Við þurfum magnesíum til að sinna taugaboðum frá vöðvunum til heilans og einnig er magnesíum nauðsynlegt fyrir upptöku kalks. Magnesíum ásamt kalki hjálpar við vöðvaslökun sem aðstoðar m.a. við æðavíkkun og lækkun á blóðþrýstingi,“ segir Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi í sínum nýjasta pistli. Meira »

Snjallforrit sem hraðar þér í áttina að ástinni

25.5. Það er alltaf gott að hafa vísindin með sér á ókunnar slóðir. Sér í lagi ef þú mátt engan tíma missa og ert að leita að ástinni. Heystax er nýtt snjallforrit sem notar andlitsgreini til að nema hversu hrifin þið eruð af hvort öðru á einungis 30 sekúndum. Meira »

Hildur og Jón geisluðu af gleði

25.5. Ungir sjálfstæðismenn, Huginn, Heimdallur, Týr og Stefnir, héldu bjórkvöld á kosningaskrifstofunni við Klapparstíg. Eyþór Arnalds tók nokkra vel valda slagara. Meira »

Ég er mjög langt frá því að vera handlaginn

25.5. „Við fluttum inn í Háagerðið í mars 2016. Það var ansi margt sem þurfti að laga því íbúðin var illa farin. Við brutum niður veggi, tókum allt gólfefni af gólfinu. Þar á meðal rifum við af um það bil þrjú lög af dúkum, sem voru lagðir ofan á hvorn annan og sennilega var elsta lagið frá 1967 þegar íbúðin var byggð.“ Meira »

Ég skalf ef ég þurfti að tjá mig

25.5. „Að tala fyrir framan hóp af fólki var bara algjörlega ógerlegt fyrir mig og ég man eftir fyrsta verkefninu mínu þar sem ég þurfti að tala yfir ca 20 manna hópi. Ég skalf á beinunum, fékk svimatilfinningu og það hefði líklega liðið yfir mig ef ég hefði ekki haft standandi tússtöflu fyrir framan mig til að styðja mig við.“ Meira »

Á ég að hætta með henni?

25.5. „Ég er í sambandi við konu og við eigum barn saman, ég elska barnið mitt meira en sjálfan mig og mér hryllir við þeirri tilhugsun að fá ekki að vera í kringum það á hverjum degi. En aftur á móti er allur neisti farinn úr þessu sambandi og hann kemur ekki aftur hvað mig varðar amk,“ segir íslenskur karl í spurningu til Valdimars. Meira »

Hvernig gluggatjöld á ég að velja?

25.5. Í hverri viku berast spurningar frá lesendum Smartlands sem vantar ráð varðandi heimili sitt. Hér kemur spurning frá konu sem er týnd í frumskógi gluggatjaldanna og veit ekki hvað hún á að velja. Meira »

Þetta ætti að gera fyrir 35 ára aldurinn

24.5. Það er ekki allir sem ná að safna tvöföldum árlaunum sínum fyrir 35 ára aldurinn. Hér eru níu atriði sem eru viðráðanlegri.   Meira »