Tók út sykur, hveiti, kaffi og áfengi

Þórunn Antonía sýndi styrkleika sinn og liðleika í Söngvakeppninni.
Þórunn Antonía sýndi styrkleika sinn og liðleika í Söngvakeppninni.

Þórunn Antonía Magnúsdóttir vakti mikla athygli fyrir frumlegt atriði í undakeppni Söngvakeppninnar um síðustu helgi. Þórunn lét sér ekki nægja að syngja og sýndi að hún er í fanta formi.

Í samtali við Smartland segist Þórunn vera orðin háð Hot yoga í Laugum en þangað reynir hún að fara þrisvar sinnum í viku með karókí-vinkonu sinni henni Dóru Júlíu. Að fara í spa eftir tímann segir hún himneskt. „Tvisvar í viku er er ég í hópþjálfun með mínum uppáhalds konum og besta þjálfara landsins henni Gerðu Jónsdóttur. Hún er alveg mögnuð og þetta er alltaf öðruvísi og skemmtilegt. Áherslan lögð á liðleika og hreysti frekar en að einblína á líkamsparta,“ segir Þórunn. 

„Ég reyni að lesa líkamann minn og orkuna mína hverju sinni og fara eftir því. Stundum þarf maður að hvíla sig og það má svo sannarlega. Þetta á ekki að vera kvöl og pína og ég er með króníska verki sem ég er að vinna mig út úr með hreyfingu og mataræði þannig að suma daga er ég slæm og tek það rólega, þannig að stundum þarf ég bara að sleppa æfingu vegna verkja og hlúa að mér og það er allt í lagi. Lífið er ekki keppni.“ 

Skiptir mataræðið máli?

„Mataræðið skiptir mig öllu máli því að ef meltingin er í ólagi þá fer allt til fjandans. Ég hef til dæmis tekið út sykur, hveiti, kaffi og áfengi allan janúarmánuð til þess að koma mér í gott form. Ég borða mjög hollt yfir höfuð heilsunnar vegna, ekki til að grennast, þvert á móti, ég grennist ef ég borða rusl. Ég borða mikið grænmeti, holla fitu og fisk og ef mig langar í nammi þá fæ ég mér möndlusmjör með kókósolíu sem ég set í klakabox og frysti, meinhollar fitubombur.“

Sterk miðja hjálpaði Þórunni þegar hún hékk í stiganum.
Sterk miðja hjálpaði Þórunni þegar hún hékk í stiganum. skjáskot/Instagram

Þórunn fékk tvær af sterkari konum landsins Annie Mist Þórisdóttur og Arnhildi Önnu Árnadóttur til að vera með sér á sviðinu. Þær héldu til að mynda uppi stiga þar sem Þórunn hékk í sitjandi stöðu og söng. Hún segir að níu ára ballettnám sitt hafi komið að góðum notum auk þess sem  sterk miðja hafi verið lykilinn. 

Ballettnámið kom líka að góðu þegar hún tók splitt í stiganum. „Ég er líka mjög dugleg að teygja og suma daga líður mér eins og spítukalli, sérstaklega í kuldanum en þá er einmitt mikilvægt að fara rólega af stað og hita vel upp áður en maður reynir að henda sér í splitt.“

Þórunn Antonía var meðal keppenda á fyrra undanúrslitakvöldinu.
Þórunn Antonía var meðal keppenda á fyrra undanúrslitakvöldinu. Ljósmynd/RÚV

„Mér finnst mikilvægt að konum og körlum líði vel með sjálf sig og finni hreyfingu sem hentar hverjum og einum, það er bannað að stíga á vigtina og dæsa og pína sig í æfingum sem eru leiðinlegar, best er að finna eitthvað sem er skemmtilegt og mann raunverulega langar til að mæta og þá kemur árangurinn,“ segir Þórunn þegar hún er spurð að því hvort henni finnist mikilvægt fyrir konur að vera líkamlega sterkar frekar en að leggja áherslu á það að grennast. 

„En auðvitað ef fólk er í yfirvigt og þarf að grennast heilsunnar vegna þá er það auðvitað eitthvað sem er í lagi að fókusa á en þetta þarf að koma út frá sjálfsást ekki sjálfshatri. Þannig að númer eitt á hreyfing að vera vegna alhliða heilsu, ekki vegna útlitsdýrkunar eða kílóafjölda, líkaminn er heild og hreyfing ætti að láta okkur líða vel.“ 

mbl.is

Úr herstöðinni beint í bakpokaferðalag

06:00 Una Sighvatsdóttir, blaðamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi NATO í Afganistan, fór í ferðalag um heiminn eftir að hún sagði skilið við NATO. Hún segir mikið frelsi í því að ferðast ein, en hún fór til 7 landa í Suður-Ameríku. Meira »

Tölvupóstsamskipti utan vinnutíma hafa slæm áhrif

Í gær, 22:43 Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að tölvupóstsamskipti hafi neikvæð áhrif á heilsuna. Mælt er með því að takmarka þann tíma sem fer í tölvupóstsamskipti utan vinnutíma. Meira »

Vill hitta „hina konuna“

Í gær, 19:44 Eiginkona manns sem hélt framhjá henni er forvitin um „hina konuna“ og langar til að hitta hana áður en hún ákveður hvort hún eigi að skilja við eiginmann sinn. Meira »

Á bak við tjöldin í forsíðumyndatöku Beyoncé

Í gær, 15:00 Myndbandið af forsíðumyndatöku Beyoncé fyrir Vogue er draumkennt en þar má sjá börnin hennar og Jay-Z, Blue og tvíburana Sir og Rumi, leika sér á meðan mamma þeirra situr fyrir. Meira »

Guðrún Bergmann segir frá

Í gær, 11:06 „Hann var einhver sem ég átti að geta treyst, en hann rauf það traust og ákvað að æfa sig í samförum á mér tæplega sjö ára barninu. Ég var auðveld bráð, komin upp í hjónarúmið þar sem ég átti að sofa.“ Meira »

Af hverju flestir ná ekki að breyta um lífsstíl

Í gær, 09:00 Sara Barðdal, ÍAK-einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi, skrifar um hvers vegna flestir ná ekki að breyta um lífsstíl. Þann 17. ágúst fer hún af stað með tíu daga heilsuáskorun þar sem hún aðstoðar þátttakendur við að setja sér markmið og ná þeim. Meira »

Einfaldleiki og fegurð í 101

í gær Einfaldur stíll og smekklegheit einkenna þessa 142 fm íbúð sem staðsett er í 101. Ekkert óþarfa prjál er í íbúðinni og á hver hlutur sinn stað. Meira »

Skipti yfir í plöntufæði og missti 9 kíló

í fyrradag Tónlistarmaðurinn Will.I.Am missti 9 kíló með því að skipta yfir í plöntufæði og bæta svefninn, en hann hafði þyngst mikið og var ekki við góða heilsu. Meira »

Hefnir sín á Trump með fatavali

í fyrradag Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi ráðgjafi í Hvíta húsinu, skrifar í nýútkominni bók sinni Unhinged að Melania Trump refsi eiginmanni sínum með fatavali sínu. Meira »

Haustlína Supreme sjúklega töff

í fyrradag Supreme gaf út lookbook fyrir haust- og vetrarlínu sína í gær. Litríkir jakkar og úlpur eru áberandi í línunni.  Meira »

Taktu á móti haustinu í valdeflandi peysu

í fyrradag „Bleikur er uppáhaldsliturinn minn og mér finnst hann svo fallegur fyrir allan aldur og bæði kyn. Mér fannst líka skipta máli að gera eitthvað allt annað en síðast svo þeir sem keyptu síðast peysu væru spenntir að fjárfesta í nýrri og styrkja gott málefni í leiðinni.“ Meira »

Egill tekur pásu frá Íslandi og fer til Balí

í fyrradag Egill Fannar Halldórsson segir að nóvember sé langbesti tíminn til að fara til Balí og upplifa sönn ævintýri.   Meira »

10 lífsreglur Diane von Furstenberg

14.8. „Flest ævintýri enda á því að stúlkan giftist prinsinum og lifir síðan hamingjusöm til æviloka. Mitt ævintýri byrjaði fyrst þegar ég hafði fengið skilnað frá mínum prinsi.“ Meira »

Kemst ekki yfir skilnaðinn við kærustuna

13.8. „Ég er karlmaður á miðjum aldri. Skildi fyrir 6 árum vegna framhjáhalds konunnar. Skilnaðurinn sem átti sér talsverðan aðdraganda var mér ekki mjög erfiður. Hafði lengi grunað að konan héldi fram hjá og fannst í raun mikill léttir að skilja og losna við alla lygina,“ segir íslenskur maður sem leitar ráða hjá Valdimari. Meira »

Kynlíf eftir skilnað er alveg bannað

13.8. „Tiffany segir að kynlíf sé algjörlega bannað eftir skilnað og telur hún að það sé notað sem kúgunaraðferð og geri það erfiðara fyrir aðilana að halda áfram lífinu og rækta sér nýtt land. Mörk innihalda virðingu og það að þið eruð skilin þýðir að þið hafið ekki rétt á hvort öðru á þennan hátt.“ Meira »

Stal senunni í bleikum plastgalla

13.8. Það var mikið um liti og mynstur á rauða dreglinum fyrir Teen Choice-verðlaunahátíðina um helgina.   Meira »

Vel skipulögð fjölskylduíbúð við Húsalind

13.8. Litagleði og gott skipulag einkennir þessa dásamlegu fjölskyldubúð í Kópavogi. Mikið er lagt í barnaherbergin og er mikið af góðum sniðugum lausnum á heimilinu. Meira »

Treystir ekki kærastanum

13.8. „Þegar við kynntumst þá var strax brjálað „kemistrí“ okkar á milli. Við gátum talað um allt. Stuttu eftir að við kynntumst flutti ég til hans. Það var þá sem ég uppgötvaði að hann hafði í sambandinu með mér verið að daðra við aðrar stelpur á netinu. Ég varð reið en í staðinn fyrir að öskra og labba út fór ég að gráta og brotnaði niður. Var ég ekki nógu góð?“ Meira »

Þessi dýrð er í nýja IKEA bæklingnum

13.8. Allir heimilisunnendur elska þegar nýr IKEA bæklingur kemur inn um lúguna. Nú er bæklingurinn kominn og þeir sem ætla að breyta aðeins og bæta hjá sér fyrir haustið verða ekki sviknir. Meira »

Khloé hannar íþróttafatalínu

12.8. Khloé Kardashian hannar ekki bara gallabuxur undir merkinu „Good American“ því nú hefur hún hannað sjúklega flotta íþróttafatalínu. Meira »

Fer að gráta þegar hann á að hlýða

12.8. „Mig vantar ráðgjöf varðandi miðjustrákinn minn. Þeir eru þrír bræðurnir og ég hef tekið eftir breytingum í hegðun og atferli hjá honum. Hann fer gjarnan í grátinn þegar við erum að reyna að fá hann til að hlýða og hann bregst illa við þegar við komum til hans og bjóðum honum faðminn.“ Meira »