Tók út sykur, hveiti, kaffi og áfengi

Þórunn Antonía sýndi styrkleika sinn og liðleika í Söngvakeppninni.
Þórunn Antonía sýndi styrkleika sinn og liðleika í Söngvakeppninni.

Þórunn Antonía Magnúsdóttir vakti mikla athygli fyrir frumlegt atriði í undakeppni Söngvakeppninnar um síðustu helgi. Þórunn lét sér ekki nægja að syngja og sýndi að hún er í fanta formi.

Í samtali við Smartland segist Þórunn vera orðin háð Hot yoga í Laugum en þangað reynir hún að fara þrisvar sinnum í viku með karókí-vinkonu sinni henni Dóru Júlíu. Að fara í spa eftir tímann segir hún himneskt. „Tvisvar í viku er er ég í hópþjálfun með mínum uppáhalds konum og besta þjálfara landsins henni Gerðu Jónsdóttur. Hún er alveg mögnuð og þetta er alltaf öðruvísi og skemmtilegt. Áherslan lögð á liðleika og hreysti frekar en að einblína á líkamsparta,“ segir Þórunn. 

„Ég reyni að lesa líkamann minn og orkuna mína hverju sinni og fara eftir því. Stundum þarf maður að hvíla sig og það má svo sannarlega. Þetta á ekki að vera kvöl og pína og ég er með króníska verki sem ég er að vinna mig út úr með hreyfingu og mataræði þannig að suma daga er ég slæm og tek það rólega, þannig að stundum þarf ég bara að sleppa æfingu vegna verkja og hlúa að mér og það er allt í lagi. Lífið er ekki keppni.“ 

Skiptir mataræðið máli?

„Mataræðið skiptir mig öllu máli því að ef meltingin er í ólagi þá fer allt til fjandans. Ég hef til dæmis tekið út sykur, hveiti, kaffi og áfengi allan janúarmánuð til þess að koma mér í gott form. Ég borða mjög hollt yfir höfuð heilsunnar vegna, ekki til að grennast, þvert á móti, ég grennist ef ég borða rusl. Ég borða mikið grænmeti, holla fitu og fisk og ef mig langar í nammi þá fæ ég mér möndlusmjör með kókósolíu sem ég set í klakabox og frysti, meinhollar fitubombur.“

Sterk miðja hjálpaði Þórunni þegar hún hékk í stiganum.
Sterk miðja hjálpaði Þórunni þegar hún hékk í stiganum. skjáskot/Instagram

Þórunn fékk tvær af sterkari konum landsins Annie Mist Þórisdóttur og Arnhildi Önnu Árnadóttur til að vera með sér á sviðinu. Þær héldu til að mynda uppi stiga þar sem Þórunn hékk í sitjandi stöðu og söng. Hún segir að níu ára ballettnám sitt hafi komið að góðum notum auk þess sem  sterk miðja hafi verið lykilinn. 

Ballettnámið kom líka að góðu þegar hún tók splitt í stiganum. „Ég er líka mjög dugleg að teygja og suma daga líður mér eins og spítukalli, sérstaklega í kuldanum en þá er einmitt mikilvægt að fara rólega af stað og hita vel upp áður en maður reynir að henda sér í splitt.“

Þórunn Antonía var meðal keppenda á fyrra undanúrslitakvöldinu.
Þórunn Antonía var meðal keppenda á fyrra undanúrslitakvöldinu. Ljósmynd/RÚV

„Mér finnst mikilvægt að konum og körlum líði vel með sjálf sig og finni hreyfingu sem hentar hverjum og einum, það er bannað að stíga á vigtina og dæsa og pína sig í æfingum sem eru leiðinlegar, best er að finna eitthvað sem er skemmtilegt og mann raunverulega langar til að mæta og þá kemur árangurinn,“ segir Þórunn þegar hún er spurð að því hvort henni finnist mikilvægt fyrir konur að vera líkamlega sterkar frekar en að leggja áherslu á það að grennast. 

„En auðvitað ef fólk er í yfirvigt og þarf að grennast heilsunnar vegna þá er það auðvitað eitthvað sem er í lagi að fókusa á en þetta þarf að koma út frá sjálfsást ekki sjálfshatri. Þannig að númer eitt á hreyfing að vera vegna alhliða heilsu, ekki vegna útlitsdýrkunar eða kílóafjölda, líkaminn er heild og hreyfing ætti að láta okkur líða vel.“ 

mbl.is

Bergþór Pálsson fyrir og eftir 15 kíló

18:30 Þjóðargersemin Bergþór Pálsson er búinn að léttast um 15 kíló og bæta á sig tveimur kílóum af vöðvum með því að breyta lífsháttum sínum. Þetta byrjaði allt þegar hann tók þátt í sjónvarpsþættinum, Allir geta dansað, á Stöð 2. Meira »

Baldur hefur sjaldan verið glaðari

15:30 Baldur Rafn Gylfason og samstarfsfólk hans sópaði til sín verðlaunum í Lundúnum um síðustu helgi. Hann segir að þetta sé mikil viðurkenning. Meira »

Dýrasta húsið í Kópavogi?

12:14 Við Kleifakór í Kópavogi stendur 357 fm einbýli sem teiknað var af Sigurði Hallgrímssyni. Ásett verð er 169 milljónir.   Meira »

Hvað segir svefnstaðan um sambandið?

09:15 Sofið þið bak í bak eða haldist þið í hendur í svefni? Svefnstaðan sem pör sofa í getur sagt ýmislegt um sambandið.   Meira »

Guðdómleg höll Lady Gaga

06:00 Sígaunahöll Lady Gaga er litrík rétt eins og persónuleiki hennar. Höllin minnir á suðurevrópska villu sem er við hæfi enda er Gaga af ítölskum og frönskum ættum. Meira »

Buxur sem koma í veg fyrir prumpulykt

Í gær, 23:59 Það er fátt leiðinlegra en að leysa illa lyktandi vind á stefnumóti. Ef hætta er á því gæti verið sniðugt að ganga í sérstökum buxum sem koma í veg fyrir prumpulykt. Meira »

Sjö glötuð hönnunarmistök í eldhúsinu

Í gær, 21:00 Eldhús ætti ekki að hanna eins og atvinnueldhús enda þarf að vera skemmtilegt að eyða tíma í eldhúsinu sem oft er kallað hjarta heimilisins. Meira »

Amal Clooney er ekki hrædd við áberandi liti

í gær Konur þurfa ekki að klæðast buxum til þess það sé hlustað á þær. Það veit Amal Clooney sem er þekkt fyrir að klæðast flíkum í áberandi litum og einlitum í þokkabót. Meira »

Hvaða andlitshreinsir hentar þér?

í gær Hrein húð er lykillinn að fallegri húð en það er mikilvægt að ofgera ekki húðinni og gæta þess að hún sé í jafnvægi. Ofhreinsun húðarinnar getur skapað vandamál allt frá þurrki yfir í of mikla olíuframleiðslu því húðin fer að reyna að skapa alla þá húðfitu sem búið er að taka af henni. Meira »

Síðan hrundi þegar hún birtist í kjólnum

í gær Heimasíða ástralska tískumerkisins Karen Glee hrundi eftir að Meghan hertogaynja birtist í 150 þúsund króna kjól frá merkinu í heimsókn sinni í Sydney. Meira »

Allt á útopnu í höllinni

í gær Gleðin var allsráðandi hjá starfsfólki upplýsingatæknifyrirtækisins Origo þegar það hélt sitt árlega haustmót, sem að þessu sinni var í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Starfsfólk fyrirtækisins stillti saman strengi eftir sumarfrí fyrir komandi vetur. Meira »

Hætti að hræðast kolvetni

í gær Riverdale-leikkonan Camila Mendes hætti að vera í sífelli megrun og refsa sér fyrir að borða eitthvað sem hún átti til ef hún borðaði yfir sig af kolvetnum eða nammi. Meira »

Elskhuginn lét sig hverfa

í fyrradag Því ég held að mörg okkar myndu ekki segja já við spurningunni: Er í lagi að ég komi fram við þig eins og ég hafi áhuga á þér en svo mun ég láta mig hverfa? Meira »

Rándýr trefill minnti á allt annað

í fyrradag Stundum minnir sköpun fólks helst á kvensköp. Ítalska tískuhúsið Fendi komst á dögunum í fréttir fyrir rándýran trefil sem þótti minna á píku. Meira »

Steinþór Helgi og Glódís stækka við sig

16.10. Steinþór Helgi Arnsteinsson og Glódís Guðgeirsdóttir hafa sett sína huggulegu íbúð á sölu en hún stendur við Grandaveg í Reykjavík. Meira »

Hvernig verður lífið betra?

16.10. „Hversu oft er það ekki þannig að við finnum einhvern ófrið innra með okkur en veljum að hunsa þá líðan en komumst síðan að því að við höfðum rétt fyrir okkur, varnarkerfi hjartna okkar hafði varað okkur við en við treystum ekki á það.“ Meira »

Frikki Weiss best klæddi maðurinn?

16.10. Íslendingar þekkja Friðrik Weisshappel, þúsundþjalasmið og athafnamann. Nú eru Danirnir að fatta að þessi meistari er ekkert blávatn. Meira »

Pabbinn keyrður heim í löggubíl

16.10. „Eiginlega datt botninn úr þessu síðast þegar löggan kom með hann heim í annarlegu ástandi. Hann varð mjög blúsaður eftir þetta, sagðist ætla að hætta en svo fór hann í veiðiferð með félögum sínum og datt í það eins og ekkert væri sjálfsagðara.“ Meira »

0,73 prósent í „stórum stærðum“

16.10. Stærstu tískuhús í Evrópu stóðu sig herfilega í að sýna fjölbreytilegar líkamsgerðir þegar þau sýndu vor- og sumarlínu sína fyrir árið 2019. Meira »

Níu merki um framhjáhald

15.10. Er makinn að halda fram hjá? Komdu auga á hegðunarmynstur þeirra sem halda fram hjá.   Meira »

Hvenær hætta börn að vera viku og viku?

15.10. „Ég hef verið að velta fyrir mér með unglinga sem eiga fráskilda foreldra og búa til skiptis á báðum heimilum. Hvenær eru þeir orðnir það gamlir að það er betra fyrir þá að eiga eitt heimili og hætta að flakka á milli?“ Meira »