Sýnin á móðurhlutverkið breyttist með Downs

Caterina Scorsone.
Caterina Scorsone. mbl.is/AFP

Grey's Anatomy-leikkonan Caterina Scorsone opnaði sig um móðurhlutverkið í nýjum hlaðvarpsþætti. Í þættinum segir hún að sýn hennar á móðurhlutverkið hafi breyst töluvert eftir að yngri dóttir hennar kom í heiminn en hún er fædd með Downs-heilkennið. Leikkonan á tvær dætur Elizu sem er sex ára og Polomu sem er tveggja ára. 

Áður en yngri dóttirin kom í heiminn segist leikkonan hafa ómeðvitað haldið að hlutverk hennar væri að undirbúa dóttur sína undir mikla samkeppni í hinum stóra heimi er People greinir frá. 

Scorsone viðurkennir að heimur hennar hafi snúist á hvolf þegar hún áttaði sig á því að yngri dóttir hennar myndi glíma við líkamlega og vitsmunalega erfiðleika. 

„Ó ég á að veita henni öryggi og ég á að láta hana finna fyrir ást,“ segir leikkonan að lítil rödd hafi hvíslað að henni þegar hún hugsaði með sér hvað hún ætti að gera. „Og allt í einu gjörbreytist skilningur minn á því hvert hlutverk mitt sem móðir var og opnaðist.“

Þegar leikkonan uppgötvaði þetta þurfti hún að horfa öðrum augum á eldri dóttur sína sem hún segist hafa elskað vegna þess hversu klár hún var, falleg og fyndin en þetta hafi allt verið utanaðkomandi eiginleikar. Hún var hrædd um að yngri dóttir sín myndi ekki verða allt þetta sem hún segir í dag algjöra vitleysu. Hún lærði hins vegar með þessu að elska fólk í kringum sig á nýjan hátt út frá eðli þeirra en ekki hæfileika. Var nýr hugsunarháttur besta gjöf sem leikkonan gat fengið sem móðir. 

Scorsone er dugleg að tala fyrir hönd foreldra barna með Downs á samfélagsmiðlum. Á Instagram-síðu sinni tekur hún Ísland sem dæmi þar sem leitað er eftir heilkenninu og því sé fóstrinu oft eytt sem hún kallar kynbótaaðferð. 

View this post on Instagram

I love being at work. But I miss these toes. #momlife

A post shared by Caterina Scorsone (@caterinascorsone) on Feb 27, 2019 at 9:52am PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert