Vill banna Fortnite

Harry er ekki hrifinn af Fortnite.
Harry er ekki hrifinn af Fortnite. mbl.is/AFP

Harry Bretaprins er ekki enn orðinn faðir en er þó meðvitaður um heitasta áhugamál barna þessa dagana og áhrif þess. Tölvuleikurinn Fortnite á huga margra barna og segist prinsinn vilja banna tölvuleikinn sem hann segir að sé hannaður til þess að vera ávanabindandi. 

Harry sem hefur látið sig andlega heilsu varða lét hafa þetta eftir sér í London í síðustu viku að því er CBS greinir frá. Gagnrýndi hann hversu ávanabindandi samfélagsmiðlar og tölvuleikir væru og talaði sérstaklega um Fortnite. 

„Leikurinn ætti ekki að vera leyfilegur,“ sagði prinsinn um Fortnite. „Hver er ávinningurinn að hafa hann heima hjá sér? Þetta er búið til til þess að ánetjast, fíkn sem heldur þér fyrir framan tölvuna eins lengi og hægt er. Það er ábyrgðalaust.“

Sagði hann einnig að samfélagsmiðlar gætu verið verri en áfengi og fíkniefni. Þeir væru líka hættulegri þar sem það þykir eðlilegt að nota þá. 

Fjöl­marg­ir sér­fræðing­ar, lækn­ar og heil­brigðis­starfs­menn hafa stigið fram að und­an­förnu og bent á það sama og Harry benti á. Tölvu­leik­ur­inn er ávana­bind­andi að sögn sér­fræðinga og get­ur haft áhrif á þroska barn­anna. Dr. Jack Kru­se, sem er banda­rísk­ur tauga­sk­urðlækn­ir, benti á lífeðlis­fræðileg áhrif skjánotk­un­ar á börn. Hann seg­ir að ljósið frá skján­um minnki dópa­mín­fram­leiðslu í heila barn­anna sem geri þau bæði háðari leikn­um sem og þung­lynd á milli þess sem þau spila leik­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert