Þetta þurfa allir foreldrar að sjá

Jay Shatty er áhugaverður aðili sem starfar m.a. í fjölmiðlum …
Jay Shatty er áhugaverður aðili sem starfar m.a. í fjölmiðlum þar sem hann segir áhrifaríkar sögur sem breyta afstöðu fólks til hlutanna. Hann var eitt sinn munkur.

Það er mikið álag á unga fólkinu í dag. Kröfur samfélagsins eru þannig að stundum gefst lítið andrými til að hugsa og bara vera. Hvert einasta barn í veröldinni er sérstakt á sinn hátt. Myndbandið sem sýnt er hér fyrir neðan minnir á það. 

Próf eru góð og gild. Forðast skyldi að dæma börn út frá einkunnum þeirra hins vegar. Einkunnir ættu ekki að taka í burtu gleðina okkar, þakklæti eða tilgang. Þetta bendir Jay Shetty á sem eitt sinn var munkur en starfar nú m.a. fyrir Huffington Post. 

Hann les upp úr bréfi sem skólameistari í Singapore skrifaði foreldrum nemenda sinna. 

„Læknar og verkfræðingar eru ekki eina hamingjusama fólkið í veröldinni. Einkunnir eru góðar en skilgreina okkur ekki. Það er svo mikið meira sem býr innra með hverju og einu okkar. Eins og Albert Einstein sagði: Ef þú dæmir fisk eftir hæfni hans í að klifra upp tré þá ertu ekki að sjá raunverulegt virði hans. 

Á meðal þeirra barna sem taka próf á næstunni verða alltaf börn sem eru listræn, börn sem munu hafa atvinnu af því að vinna með fólki og fyrir fólk. Það þurfa ekki allir að vera góðir í sem dæmi stærðfræði.“

Að elska börnin okkar án skilyrða er án efa hverju barni hollast. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert