Svona elur þú upp öruggt barn

Náin tengsl myndast þegar foreldrar og barn eyða gæðastundum saman.
Náin tengsl myndast þegar foreldrar og barn eyða gæðastundum saman. mbl.is/Thinkstockphotos

Samkvæmt Motherly eru til nokkrar góðar leiðir til að efla tengsl foreldra og barna.  Vísbendingar benda til þess að hvernig börn tengjast foreldrum sínum í æsku hefur mikil áhrif á hvernig þau tengjast fólki í framtíðinni.

Örugg börn eru með sterk tengsl við foreldra sína. Eins og gefur að skilja er dagskrá foreldra yfirleitt þéttskipuð verkefnum á borð við vinnu, eldamennsku, tiltekt og þrif. Sumir foreldrar ná varla að setjast niður með börnum sínum yfir daginn. 

Eftirfarandi hlutir eru einfaldir og viðhalda góðum tengslum foreldra og barna.

Lestur

Lestur eykur skilning og hæfni barna. Rannsóknir sýna að þegar foreldrar lesa með börnunum sínum hefur það einnig jákvæð áhrif á tengsl þeirra. Þegar foreldrar lesa fyrir börnin sín eru þau vanalega með börnin í fanginu eða nálægt sér. Þau horfa í augu barnsins og deila tilfinningum með þeim. Ef þú gerir lestur að forgangsatriði heima ertu að tengja við barnið þitt á góðan hátt.

List

Að gera eitthvað listrænt með börnunum er skemmtilegt og tengir foreldra og börn. Sama á hvaða aldri þau eru. Flest börn kunna að meta list á einhverju sviði. Börn fá svigrúm til að tjá sig í gegnum list. Þetta á sérstaklega við um ung börn, sem kunna ekki að tjá sig með orðum. 

Tónlist

Hvort sem þú ert að hlusta á barnið þitt spila á hljóðfæri, að dansa við tónlist eða einungis að hlusta á tónlist gerir það að verkum að foreldrar og börn tengjast. 

Það er erfitt að fókusera á vandamál gærdagsins eða framtíðarinnar þegar spiluð er góð tónlist með börnunum. 

Náttúran

Flestir vita að náttúran heilar. Stress er oft hindrun fyrir því að börn séu með foreldrum sínum. Að eyða tíma með börnunum í náttúrunni gerir mikið fyrir tilfinningalíf og líkama bæði foreldra og barna.

Rannsóknir segja okkur að viðvera í náttúrunni lækkar blóðþrýstinginn, hægir á hjartslætti og minnkar streituhormón í líkamanum. Jafnvel þótt þú hafir ekki tíma til að fara út í náttúruna getið þið fundið tíma til að vökva blómin á heimilinu með barninu þínu. Það hefur góð áhrif á samband ykkar. 

Leikur

Börn tjá sig í gegnum leik. Ef þú reynir að leika við börnin þín á eins náttúrulegan hátt og þú getur ferðu inn í veröld barnsins. Það eykur jákvæðni og gefur tækifæri til að sjá börn í nýju ljósi. 

Líkamleg tengsl

Rannsóknir hafa sýnt að fólk getur fundið fyrir ást, þakklæti og samkennd með snertingunni einni saman. Með þetta í huga er augljóst að sjá hlutverk sterkra tengsla á milli foreldra og barna.

Snerting hefur mikið að segja ef virðing býr að baki hennar. Hér ber að forðast að stríða börnum eða hrekkja þau með snertingu.

Eldamennska

Matmálstímar geta verið stressandi, sér í lagi ef börn koma hvergi nálægt undirbúningi máltíðarinnar.  Af hverju ekki að leyfa börnunum að taka þátt í eldhúsinu og búa til skemmtilega stund fyrir tengsl?

Rannsóknir sýna að ef börn fá að taka þátt þá eflir það tengslin í fjölskyldunni og minnkar áhættuna á vandamálum. Að sjálfsögðu er tímafrekt að hafa börnin í eldhúsinu en áhrifin eru svo sannarlega mikil.

Borðspil

Börn elska borðspil. Samskipti barna og foreldra þeirra í borðspilum eru góð fyrir samskipti. Gefur tíma fyrir samskipti og hjálpar börnum að segja það sem liggur þeim á hjarta. Borðspil geta hjálpað börnum að vinna sig í gegnum tilfinningar. Ef barnið tjáir tilfinningar sínar getur foreldrið hjálpa þeim að sjá hlutina í nýju ljósi, eða aðstoðað þau að tjá sig. 

Virk hlustun

Það er ekki allra að hlusta. Að ástunda virka hlustun gerir mikið fyrir samskipti foreldra og barna. Það getur reynt á en er svo sannarlega þess virði. 

Með virkri hlustun er mikilvægt að fókusera á hvað barnið er að segja án þess að láta aðra hluti trufla sig og láta sig varða það sem barnið er að segja. Ef við hlustum, horfum í augun á börnunum og endurtökum hluta af því sem þau eru að segja, þá erum við að mynda tengsl við börnin okkar.

Skrifa

Það er gott fyrir eldri börn að skrifa tilfinningar sínar niður á blað. Það minnkar streitu og    róar. Að skrifa dagbók með börnunum er einnig góð leið að tengjast. 

Hægt er að kynnast sjálfum sér mikið í gegnum það að skrifa niður hluti sem eykur hæfni fólks við að tjá sig og leysa vandamálin. 

Það er nokkuð víst að foreldrar eru að ástunda suma af hlutunum hér að ofan. Þeim mun fleiri hluti sem þú gerir með börnunum þeim mun meiri ánægju muntu finna hjá barninu þínu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert