Rekinn fyrir að líkja barninu við apa

Danny Baker var útvarpsmaður á BBC Radio 5 Live og ...
Danny Baker var útvarpsmaður á BBC Radio 5 Live og stýrði vikulegum þætti sem var útvarpað á stöðinni fyrir hádegi á laugardögum.

Yfirmenn BBC hafa tekið þá ákvörðun að reka útvarpsmanninn Danny Baker sem hefur stýrt vikulegum þætti á BBC Radio 5 Live að undanförnu. Ástæða uppsagnarinnar er sú að Baker birti færslu á Twitter í gærkvöldi þar sem hann líkir nýfæddum Archie Harrison Mountbatten-Windsor við apa. 

Færslan sem útvarpsmaðurinn Danny Baker setti á Twitter olli uppnámi ...
Færslan sem útvarpsmaðurinn Danny Baker setti á Twitter olli uppnámi fylgjenda hans. Yfirmenn BBC brugðust við daginn eftir með því að reka Baker.

Færslan var tekin út stuttu eftir birtingu hennar. Baker ku hafa gert þetta utan vinnutíma en fékk í kjölfarið mikil viðbrögð frá tæplega hálfri milljón fylgjenda sinna á Twitter. 

Hann segir færsluna ekki meinta illa. Hann hafi síður en svo ætlað að hæðast að nýfæddu barninu eða konungsfjölskyldunni. Eins segir hann færsluna ekki gerða í anda rasistahugsunar eins og fylgjendur hans hafi meinað honum. 

Baker sem er 61 árs að aldri segir að BBC hafi fleygt honum fyrir strætó með þessari aðgerð sinni. Hann segist sjá eftir aðgerð sinni á Twitter. 

Starfsmönnum BBC Radio 5 Live var sendur póstur í kjölfar uppsagnarinnar þar sem kom fram m.a. að Baker hefði sýnt mikið dómgreindaleysi með færslu sinni á samfélagsmiðlum og færslan hefði verið í mótsögn við þau gildi sem starfsmenn stöðvarinnar vildu lifa eftir. 

mbl.is