Segir illa komið fram við mæður í Cannes

Leikstjórinn Greta Bellamacina á tvö börn. Hún var með yngri …
Leikstjórinn Greta Bellamacina á tvö börn. Hún var með yngri son sinn á Cannes í vikunni og var vísað frá hátíðinni sökum þess. Hún segir andrúmsloftið gamaldags.

Kvikmyndaleikstjórinn Greta Bellamacina sem sýnir kvikmyndina sína Hurt By Paradise í cannes um þessar mundir segir illa komið fram við mæður á kvikmyndahátíðinni. Henni var hafnaður aðgangur að hátíðinni þar sem hún var með fjögurra mánaða son sinn með sér. Þetta kemur fram á vefsíðu The Guardian

„Ég er ótrúlega hissa á þessu gamaldags viðhorfi gagnvart konum í þessum iðnaði. Líkt og við þurfum ekki að fara í gegnum nægilega margar hindranir án þess að þetta sé lagt fyrir framan okkur líka.“

Samkvæmt Bellamacina þá fékk hún ekki inngöngu á kvikmyndahátíðina á miðvikudaginn þar sem hún var með barnið sitt með sér. Síðan var henni boðið að greiða sérstakt gjald til að barnið mætti vera með henni. Þegar hún bauðst til að greiða fyrir barnið var henni sagt að það myndi taka 48 klukkustundir að afgreiða passann fyrir barnið og hún beðin um að fara af svæðinu. 

„Það er kaldhæðnislegt að hugsa sé að kvikmyndin mín er einmitt um einstæða móður sem er að reyna að fóta sig í lífinu. Það er oft komið illa fram við þessa móður í kvikmyndinni, en aldrei eins og gert var við mig á þessari kvikmyndahátíð,“ kemur fram í tilkynningu frá leikstjóranum til fjölmiðla. 

View this post on Instagram

A post shared by HurtbyParadise_movie (@hurtbyparadise) on May 8, 2019 at 5:04am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert