Fann fyrir sorg í tæknifrjóvgun

Tamron Hall með kraftaverkabarnið sitt.
Tamron Hall með kraftaverkabarnið sitt. skjáskot/Instagram

Bandaríska fjölmiðlastjarnan Tamron Hall eignaðist sitt fyrsta barn í apríl þá 48 ára. Í viðtali við People segist hún hafa fyrst reynt tæknifrjóvgun þegar hún var enn bara þrjátíu og eitthvað en ekkert hafi gengið. Hún segir það hafa verið öðruvísi að fara í tæknifrjóvgun á fimmtugsaldri en fertugs. 

Þrátt fyrir að Hall hafi áttað sig á því að hún væri ekki eina í þessari stöðu þegar hún fór á tæknifrjóvgunarstöðina fann hún fyrir sorg þegar hún sá hinar konurnar. Hún gat ekki hugsað annað en sumar ættu eftir að gefast upp. 

„Ég vissi að klukkan var ekki með mér í liði. Þegar ég reyndi á fertugsaldri leið mér eins og ég hefði einhvern tíma og tæknifrjóvgunarstöðin leit út eins og bjart herbergi. Á fimmtugsaldri sá ég bara grátt. Andlitin voru grá, veggirnir voru gráir, ekkert leit út fyrir að vera bjart og jákvætt,“ sagði Hall í viðtalinu.

„Ég var í áhættumeðgöngu ekki bara aldurs míns vegna þar sem það voru aðrir læknisfræðilegir þættir sem spiluðu inn í,“ sagði Hall sem greindi ekki frá meðgöngunni fyrr en hún var gengin 32 vikur. Hún sagðist ekki geta greint frá henni fyrr ef eitthvað myndi koma upp á og segist í raun hafa getað beðið þangað til hún var komin með barnið í fangið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert