Sorglegt fráfall yngsta sonar Granger Smith

River Kelly Smith í fangi föður síns, sveitasöngvarans Granger Smith.
River Kelly Smith í fangi föður síns, sveitasöngvarans Granger Smith.

Sveitasöngvarinn Granger Smith var með óvænta tilkynningu á samfélagsmiðlum í gær þar sem hann greinir frá því að yngsti sonur hans og Amber, River Kelly Smith, hafi látist á heimili þeirra hjóna. Barnið var einungis þriggja ára að aldri og er dánarorsökin drukknun. 

Í tilkynningunni segir m.a.:

„Ég þarf að tilkynna að við höfum misst yngsta son okkar, River Kelly Smith. Hann lést af slysförum og þrátt fyrir að læknar reyndu sitt allra besta var ekki hægt að endurlífga hann. 

Amber og ég ákváðum að heiðra minningu hans með því að gefa líffæri hans til barna sem fá þá annað tækifæri í lífinu. Fjölskyldan er niðurbrotin en leitar huggunar í þeirri hugsun að hann er nú með sínum himneskum föður. Riv var sérstakur. Allir sem hittu hann fundu fyrir því. Það er erfitt að útskýra þá hamingju sem hann færði okkur fjölskyldunni og ljós hans mun lýsa upp hjörtu okkar um ókomna tíð. Ef ég ætti fleiri orð, þá myndi ég finna þau. Elskið þá sem eru ykkur næst. Við höfum aldrei upplifað erfiðari tíma.“

View this post on Instagram

I have to deliver unthinkable news. We’ve lost our youngest son, River Kelly Smith. Following a tragic accident, and despite doctor’s best efforts, he was unable to be revived. Amber and I made the decision to say our last goodbyes and donate his organs so that other children will be given a second chance at life. Our family is devastated and heartbroken, but we take solace in knowing he is with his Heavenly Father. Riv was special. Everyone that met him knew that immediately. The joy he brought to our lives cannot be expressed and his light will be forever in our hearts. If there are words to say more, I cannot find them in this moment. Love the ones close to you. There has never been a more difficult moment for us than this. . . In lieu of flowers or gifts, please send donations to Dell Children’s Medical Center in River’s name. The doctors, nurses and staff have been incredible.

A post shared by Granger Smith (@grangersmith) on Jun 6, 2019 at 10:47am PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert