Thompson hélt fram hjá með Kardashian

True Thompson dóttir þeirra Khloé Kardashian og Tristan Thompson er …
True Thompson dóttir þeirra Khloé Kardashian og Tristan Thompson er fædd 12. apríl árið 2018.

Samkvæmt People segir bandaríska fyrirsætan Jordan Craig að á meðgöngu sinni hafi framhjáhald körfuboltamannsins Tristan Thompson og veruleikastjörnunnar Khloé Kardashian haft þau áhrif að hún þurfti að vera rúmliggjandi hluta af meðgöngunni. 

Fréttamiðillinn byggir mál sitt á nýjum málsgögnum þar sem Craig er að fara fram á meðlagsgreiðslur frá Thompson. Þessi gögn sýna að eitt sinn var Khloé Kardashian hin konan í lífi Thompson. 

Til þessa hefur Kardashian-systirin ekki verið fús að viðurkenna framhjáhaldið, heldur meira talað um meint framhjáhald Thompson gagnvart henni.

Fylgjendur stjörnunnar á samfélagsmiðlum eru duglegir að halda henni við efnið og vilja að hún taki ábyrgð í málinu. „Hvernig datt þér í hug að hann yrði einungis þinn miðað við að hann hélt fram hjá með þér á sínum tíma?“ Er dæmi um inntak þess sem fólk skrifar við færslurnar hennar. 

Kholé Kardashian segist kunna því vel að vera ein með barnið sitt og áréttar að hún sé að vinna í sér á bak við tjöldin þótt það sé ekki hluti af því sem er sýnt í fjölmiðlum. Hún segir að Thompson hafi ekki farið frá henni fyrir neina konu, heldur hafi þetta verið ákvörðun hennar sem er sannleikurinn þótt margir vilji halda öðru fram. 

Þess má geta að Jordan Craig eignaðist Prince Tristan Thompson í desember árið 2016. True Thompson er fædd í apríl árið 2018. 

View this post on Instagram

❤️❤️my princess❤️❤️ I love you soo much

A post shared by Tristan Thompson (@realtristan13) on Apr 14, 2019 at 9:37pm PDTmbl.is