Segist vilja ofdekra dóttur sína

Khloé Kardashian segist leggja hart að sér og má því …
Khloé Kardashian segist leggja hart að sér og má því alveg eyða peningum sínum í að ofdekra dóttur sína. skjáskot/Instagram

Heitar umræður hafa átt sér stað á Instagram-síðu Khloé Kardashian eftir að raunveruleikastjarnan var gagnrýnd fyrir að að vera of upptekin af efnishyggju. Mynd af eins ár gamalli dóttur hennar, True, í glimmerbleikum Bentley-bíl var upphafið að öllu. Kardashian segist vilja ofdekra dóttur sína enda hafi hún unnið fyrir því. 

Aðdáandi eða kannski réttara sagt fyrrverandi aðdáandi var ekki ánægður með að sjá enn einn úr Kardashian-fjölskyldunni í lúxuskerru frá Bentley. Sagðist hún ekki geta horft á fjölskylduna eyða öllum þessum peningum í hluti sem væru einskis virði. 

Kardashian svaraði aðdáanda sínum og benti á að þetta væri bara leikfang. Aðdándinn útskýrði mál sitt enn frekar og sagði þetta varhugavert vegna áhrifa Kardashian. Khloé Kardashian var hins vegar ekki af baki dottin og hélt áfram að verja eyðslu sína.  

Kardashian segist geta sofið á nóttinni þar sem hún segir trúa því að fjölskylda hennar geri meira en bara eyða peningum. „Hvað get ég sagt, ég get horft á sjálfa mig í spegli og sofið á nóttinni. Ég get gert það af því ég veit að ég er góð manneskja og jafnvægi skiptir öllu. Já, ég kýs að ofdekra dóttur mína. Mig langar til að ofdekra hana af ást sem og efnislegum hlutum. Hún verður líka alin upp með ákveðin gildi, ábyrgð, skyldur, virðingu og sjálfsást að leiðarljósi,“ skrifaði Khloé Kardasian.  

Kardashian segist vonast til þess að fólk sjái að fjölskylda hennar leggi hart að sér í vinnu og geti eytt peningunum sínum eins og hana lystir. 

View this post on Instagram

💘I have so much fun with her 💘

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on Jul 6, 2019 at 5:28pm PDT

mbl.is