Höfðu deilt um forræði í tæp tvö ár

Jennifer Hudson.
Jennifer Hudson. mbl.is/AFP

Óskar­sverðlauna­leik­kon­an Jenni­fer Hudson og barnsfaðir hennar Dav­id Ot­unga slitu um það bil tíu ára löngu sambandi sínu fyrir tæpum tveimur árum. Hudson og fyrrverandi glímukappinn eiga saman einn son og eru þau fyrst núna að ná samkomulagi um forræði á syninum að því fram kemur á vef E!

Ekki kemur fram hvernig forræðinu og meðlagsgreiðslum skal háttað en eitt er víst að Hudson og Otunga náðu samkomulagi í vikunni. Árið 2017 skrifuðu þau bæði undir samning sem átti að koma í veg fyrir að þau töluðu opinberlega um deilur sínar. 

Í nóvember 2017 byrjaði deilan fyrir alvöru en þá sakaði Hudson Otunga um að hafa beitt hana ofbeldi í lok sambandsins. Hún sakaði meðal annars barnsföður sinn um að láta son þeirra sem verður tíu ára í næsta mánuði að fara með Ipadinn sinn inn í herbergi Hudson í þeim tilgangi að koma upp um framhjáhald.

Lögfræðingur Otunga neitaði ásökunum um ofbeldi og var Otunga ekki fundinn sekur eftir rannsókn lögreglu. Á sínum tíma var Hudson sögð hrædd um að missa forræðið. 

Jennifer Hudson.
Jennifer Hudson. mbl.is/AFP
mbl.is