Sögð hrædd um að missa son sinn

Jennifer Hudson stendur í skilnaði.
Jennifer Hudson stendur í skilnaði. mbl.is/AFP

Óskarsverðlaunaleikkonan Jennifer Hudson og unnusti hennar David Otunga slitu tíu ára sambandi sínu nýlega. Hudson fékk tilskipaða vernd vegna Otunga í kjölfar sambandsslitanna. 

Hudson og Otunga eiga saman hinn átta ára David Daniel Otunga yngri. Samkvæmt People heldur lögmaður Otunga því fram að verndunartilskipunin hafi ekki átt rétt á sér enda hafi Otunga aldrei beitt hana ofbeldi. Hann telur hana hafa leikið vel í réttarsalnum og nýtt sér það að Otunga er fyrrverandi glímukappi. 

Lögmaðurinn segir að Hudson hafi gripið til þessa ráðs til þess að hafa son þeirra í sinni umsjá en Otunga hafi átt að vera forræðismaður barnsins á meðan Hudson vinnur að ferli sínum úti um allan heim. 

Í tilkynningu frá Hudson segir að ákvörðunin hafi verið tekin til þess að gera það besta fyrir son þeirra. Otunga bað Hudson í september árið 2008 en þá var minna en ár liðið síðan þau byrjuðu að hittast.

Jennifer Hudson.
Jennifer Hudson. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert oft varaður við því að láta ekki tímann renna þér úr greipum. Ekki halda áfram að gera og segja hluti endurtekið einungis vegna venjunnar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert oft varaður við því að láta ekki tímann renna þér úr greipum. Ekki halda áfram að gera og segja hluti endurtekið einungis vegna venjunnar.