Ungleg en töldu hana vera 63 og 89

Kristen Bell lítur ekki út fyrir að vera gamalmenni þótt …
Kristen Bell lítur ekki út fyrir að vera gamalmenni þótt dætur hennar haldi það. mbl.is/AFP

Leikkonan Kristen Bell fagnaði 39 ára afmæli sínu á fimmtudaginn. Þótt Bell líti ekki út fyrir að vera deginum eldri en 25 héldu dætur hennar að hún væri að verða töluvert eldri en bara 39 ára eins og sést á myndbandi sem Bell birti á Instgram daginn fyrir afmælið sitt. 

„Hversu gömul haldi þið að ég sé að verða?“ Spurði Bell dætur sínar. Delta sem er fædd árið 2014 giskaði á 63 ára eftir langa umhugsun. Lincoln sem er einu og hálfu ári eldri gekk ekki betur og giskaði á 89 ára. Faðir þeirra, Dax Shepard, ákvað að velja tölu mitt á milli þeirra talna sem dæturnar giskuðu á. Hann giskaði því á í gríni að Bell væri að verða 71 árs. Bell greindi frá því að lokum að hún væri að verða 39 ára. 

Dæturnar sem Bell á með eiginmanni sínum Dax Shepard eru bara fjögurra og hálfs árs og sex ára svo þær voru afsakaðar. „Börnin mín eru góð. Mér er alveg sama þó þau kunni ekki að reikna,“ skrifaði Bell þegar hún birti myndbandið sem er stórskemmtilegt. 

View this post on Instagram

My kids are kind. I dont care if they cant do math 👵👵👵 (For my #armcherries : #fastmath is overrated.)

A post shared by kristen bell (@kristenanniebell) on Jul 17, 2019 at 7:05pm PDT

Dax Shepard og Kristen Bell.
Dax Shepard og Kristen Bell. mbl.is/AFP
mbl.is